07.02.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 213

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 213. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
7. febrúar 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Sigurður Bragason aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Hafþór Halldórsson sat fundinn undir málum 1-2
 
Dagskrá:
 
1. 201801075 - Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu
Fyrir liggur minnisblað vegna vinnu við mat á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar í Vestmannaeyjum.
Hafþór Halldórsson greindi frá stöðu mála varðandi endurnýjun stöðvarinnar en starfsmenn sviðsins hafa verið að safna upplýsingum um sambærilegar stöðvar í Evrópu til nota í þeirri vinnu sem framundan er. Ráðgjafafyrirtækið Alta mun vinna mat á umhverfisáhrifum í samstarfi við starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Ráðið þakkar kynninguna og leggur áherslu á að vinnu verði hraðað eins og kostur er.
 
 
2. 201410041 - Sorphirða og sorpeyðing
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem fulltrúar úr framkvæmda- og hafnarráði og starfsmenn áttu með forsvarsmönnum Kubbs vegna sorphirðu og sorpförgunar.
Fram kom að forsvarsmenn Kubbs telja sig geta bætt þjónustu við íbúa og munum verða gerðar skipulagsbreytingar á sorphirðu sem miða að því að fjölga sorphirðudögum. Einnig var samþykkt að fara í sameiginlegt átak með kynningu á meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum ásamt því að Kubbur mun hirða betur um þau svæði sem þeim tilheyra skv. samningi.
 
 
3. 201802002 - Skipakomur til Vestmannaeyjahafnar 2017
Ólafur Þór Snorrason fór yfir skipakomur til Vestmannaeyjahafnar árið 2017. Fram kom að skipakomur voru 1.871 árið 2017 að meðtöldum ferjum en 454 fyrir utan ferjur. Farþegafjöldi með skemmtiferðaskipum var 11.930 og hefur fjölgað úr 8.472 farþegum árið 2014.
 
 
4. 201704191 - Afgreiðslusvæði Herjólfs
Unnið hefur verið að skipulagi á afgreiðslusvæði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Í ljósi nýrra frétta um að rafgeymar muni verða nýttir til að knýja nýja ferju er þörf á hleðslustöðum í höfnum og kallar það á breytt skipulag hafnarsvæðis.
Ráðið felur starfsmönnum að óska eftir upplýsingum frá Vegagerðinni varðandi framkvæmdatíma við breytingar á aðstöðu.
 
 
5. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir
Farið yfir stöðu mála í framkvæmdum við Ægisgötu 2. Fram kom að áfallinn kostnaður er um 270 milljónir en ennþá á Vestmannaeyjabær eftir að ljúka smávægilegum verkum í stigahúsi og klæðningu á suðurhlið.
 
 
6. 201802019 - Breyting á aðkomu
Jón Ben Ástþórsson fh. húseigenda að Skildingavegi 8b óskar eftir umsögn ráðsins vegna breytinga á aðkomu að bakhúsi. Fyrir liggur samþykki Veiðifélags Suðureyjar og Veiðifélags Álseyjar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við breytingar og vísar erindinu til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs
 
 
7. 201707052 - Dalhraun 1 Viðbygging
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.2 frá 22.janúar 2018 og nr. 3 frá 5.febrúar 2018
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159