14.02.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 205

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 205. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

14. febrúar 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.  

201801014 - Sískráning barnaverndarmála 2018

 

Sískárning barnaverndarmála í janúar 2018

 

Í janúar bárust 26 tilkynningar vegna 21 barns. Mál 15 barna voru til frekari meðferðar.
Ekki til bókunar: 5 vanræksla, 11 ofbeldi gegn barni, 10 áhættuhegðun.
12 tilkynningar bárust frá lögreglu, 4 frá grunnskóla, 4 frá foreldrum barns, 4 frá öðrum, 1 frá barninu sjálfu og 1 frá ættingjum barns öðrum en foreldrum

 

   

2.  

201701068 - Barnaverndarmál - almennt

 

Barnaverndarmál 2017.

 

Fyrir lágu upplýsingar frá yfirfélagsráðgjafa um fjölda barnaverndarmála árið 2017. Alls komu 86 mál til vinnslu á árinu og var 60 af þeim málum lokað á árinu.
Á árinu bárust samtals 235 tilkynningar til barnaverndarnefndar samanborið við 260 árið 2016.

 

   

3.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

5.  

201802044 - Formlegt samstarf Vestmannaeyjabæjar við BUGL og HSU

 

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnir formlegt samstarfs Vestmannaeyjabæjar við BUGL og HSU.

 

Vestmannaeyjabær í samstarfi við BUGL og HSU stefna að því að undirrita samstarfssamning sem tengist greiningum, meðferð, stuðningi og eftirfylgni barna með hegðunar- og geðraskanir ásamt því að vinna saman að málefnum einstaklinga og fjölskyldna sem fá þjónustu hjá umræddum aðilum. Í þessu skyni er komið á fót samstarfsverkefni milli HSU/heilsugæslu Vestmannaeyja, Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja og Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans um málefni einstaklinga, barna og fjölskyldna í Vestmannaeyjum. Ráðið fagnar þessum framtaki.

 

   

6.  

201801033 - CareOn Heimaþjónustukerfi Curron ehf

 

Framkvæmdastjóri sviðs kynnir svokallað CareOn heimaþjónustukerfi sem nýtt er í félagslegri heimaþjónustu og frekari liðveislu.

 

Á næstu vikum mun félagslega heimaþjónustan og frekari liðveisla taka upp svokallað CareOn kerfi sem auðveldar allt utanumhald um heimaþjónustu sveitarfélagsins. Um er að ræða snjallforrit (app) sem starfsmenn heimaþjónustu nýta til þess að auka öryggi, sveigjanleika, hagræðingu og gæði þjónustunnar. Aðstandendur geta með samþykki þjónustuþega og í gegnum sama kerfi nýtt það til að vera upplýstir um þjónustuna.

 

   

7.  

201802043 - Umsókn um styrk í tengslum við geðheilbrigðismál barna og unglinga

 

Beiðni um styrk vegna útgáfu á forvarnamyndbandi fyrir ungt fólk sem fjallar um þunglyndi og kvíða.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr enda verðugt verkefni til að takast á við þunglyndi og kvíða barna.

 

   

                                                                      

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159