19.02.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 280

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 280. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 19. febrúar 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201710061 - Skólavegur 7. Umsókn um byggingarleyfi. Breytt deiliskipulag.
Að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga miðbæjarskipulags. Breytingartillagan fjallar um umsókn lóðarhafa Skólavegi 7 um heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni og heimildar til að byggja á lóðinni þriggja íbúða hús á þremur hæðum auk kjallara með innbyggðum bílskúrum. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
 
Ráðið samþykkir breytingartillögu skipulags.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. 201801043 - Goðahraun 12. Umsókn um byggingarleyfi.
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi. Sveinn Hjalti Guðmundsson og Sæunn Magnúsdóttir sækja um leyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu sbr. innsend gögn. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. 201802059 - Dalhraun 1. Umsókn um byggingarleyfi
Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Kirkjugerði til vesturs sbr. innsend gögn TPZ ehf.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
4. 201802019 - Skildingavegur 8b - Breyting á aðkomu
Jón Ben Ástþórsson og Ragnar Gíslason fh. húseigenda að Skildingavegi 8b sækja um leyfi fyrir nýrri aðkomu að iðnaðarhúsi. Sótt er um leyfi fyrir að setja hurð og glugga á vesturgafl húsnæðis sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki Veiðifélags Suðureyjar og Veiðifélags Álseyjar.
Framkvæmda- og hafnarráð fjallaði um erindið á fundi nr. 213 og gera ekki athugasemdir við erindið.
 
Erindi samþykkt.
 
  
5. 201801115 - Ofanleitisvegur 2. Umsókn um lóð
Agnes Ósk Þorsteinsdóttir sækir um lóð nr. 2 í frístundahúsabyggð við Ofanleiti.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. sept. 2018.
 
 
 
6. 201703014 - Flatir 7. Umsókn um stöðuleyfi
Tekið fyrir að nýju umsókn lóðarhafa um framlengingu á stöðuleyfi sbr. innsent bréf.
Fyrir liggur umbeðin umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
 
Meirihluti ráðsins samþykkir stöðuleyfi til 1 okt. 2018.
 
Fulltrúi E-lista bókar
Ég samþykki tillögu meirihlutans en vill benda umsækjanda á að vandamál tengt samgöngum er ekki að fara að lagast næsta haust.
Georg Eiður Arnarson Sign
 
 
 
7. 201802008 - Bréf til Umhverfis og Skipulagsráðs. Kvörtun. Steypustöð 2Þ ehf. á Flötum.
Tekið fyrir bréf til Umhverfis og Skipulagsráðs. Íbúar við Flatir 10, 14, 16 og MM flutningar og kranar ehf. vilja koma framfæri kvörtunum vegna ónæðis frá starfsemi 2Þ ehf. Flötum 7.
 
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar bréfriturum fyrir innsent erindi. Hér er um að ræða starfsleyfi steypustöðvar. Umhverfis- og skipulagsráð veitir stöðuleyfi en starfsleyfið er veitt af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en slíkt leyfi var í gildi til 23.2.2019 og er nú í endurskoðunarferli þar sem Umhverfis- og skipulagsráð óskaði eftir skriflegri umsögn Heilbrigðiseftirlitsins er varðar starfsleyfisskilyrði steypustöðvar 2Þ ehf. Ráðið bendir bréfriturum á að hægt er að senda inn athugasemdir til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands en frestur til þess rennur út 13. mars nk. Starfsleyfisskilyrði fyrir færanlegar steypustöðvar eru mjög skýr og telji íbúar að ekki sé verið að fara eftir skilyrðum, þá skal beina kvörtunum til Heilbrigðiseftirlitsins, en Umhverfis- og skipulagsráð hefur ekki heimildir til þess að taka starfsleyfi af fyrirtækjum. Þá hvetur ráðið eiganda steypustöðvar til þess að virða þær reglugerðir sem í gildi eru og sýna tillitssemi þannig að starfsemin geti þrifist í sem mestri sátt við nágranna.
 

 
8. 201802064 - SASS - orkunýtingarstefna 2017-2030
Orkunýtingarstefna SASS 2017 - 2030 er til umsagnar í aðildarsveitarfélögum SASS.
 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tekur undir markmið Orkunýtingarstefnu SASS 2017-2030 og telur stefnuna metnaðarfulla. Ráðið leggur til við SASS að bætt verði í orkunýtingarstefnu SASS að rafvæða hafnir á Suðurlandi þannig að öll skip geti nýtt innlendan orkugjafa við hafnir landsins og mengi þar af leiðandi minna, en slíkt hefur verið til umfjöllunar hjá Hafnarsambandi Íslands.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159