20.02.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 214

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 214. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
20. febrúar 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Elliði Vignisson og Sindri Ólafsson sátu fundinn undir 1.máli
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir málum 2,3 og 7
 
Dagskrá:
 
1. 201410041 - Sorphirða og sorpeyðing
Farið yfir stöðu mála í framhaldi af umræðum á 213. fundi ráðsins. Einnig lagði Sindri Ólafsson fram drög að kynningarbæklingi.
Ráðið þakkar kynninguna og leggur áherslu á að vinnu við kynningarefni ljúki sem fyrst.
 
 
2. 201704191 - Afgreiðslusvæði ferju
Andrés Þ Sigurðsson kynnti þau samkipti sem átt sér hafa stað við Vegagerðina vegna breytinga á afgreiðslusvæði nýrrar ferju. Fram kom að vinna er hafin við hönnun vegna breytinga á aðstöðu vegna nýrrar ferju. Skv. þeim upplýsingum sem Andrés hefur fengið verður aðstaðan klár þegar ný ferja kemur.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
3. 201205034 - Bryggjustæði smábáta
Andrés Þ Sigurðsson kynnti lagfæringar á bryggjustæðum smábáta í framhaldi af þeim endurbótum sem átt hafa sér stað síðustu 3 ár. Einnig lagði hann fram tilboð frá Króla ehf. í flotbryggjur. Fram kom í máli Andrésar að kostnaður gæti orðið um 20 milljónir kr. með millifingrum á bryggjurnar.
Ráðið samþykkir að panta flotbryggjur og felur starfsmönnum framgang verksins.
 
 
4. 201802066 - Verkefni Umhverfis- og framkvæmdasviðs 2017
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað til ráðsins og kynnti verkefnastöðuna en mikið af verkefnum liggja fyrir hjá sviðinu. Miklar framkvæmdir eru í gangi og alltaf þörf fyrir viðhald fasteigna sveitarfélagsins.
 
 
5. 201707052 - Dalhraun 1 Viðbygging
Framkvæmdastjóri lagði fram teikningar af fyrirhugaðri viðbygginu við Kirkjugerði, sem miðar að því að bæta aðbúnað barna og starfsfólks. Helstu breytingar eru að samkomusalur verður stækkaður, aðstaða starfsfólks aukin og aðstaða eldhúss lagfærð og stækkuð.
 
 
6. 201801094 - Ægisgata 2. Umsókn um byggingarleyfi
Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar teikningar að fyrirhugaðri hvalalaug og breytingum á 1.hæð á Ægisgötu 2, Fiskiðjunni
 
 
7. 200703124 - Blátindur VE 21
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem hann og Andrés Þ Sigurðsson áttu með fulltrúum verktaka vegna staðsetningar mb. Blátinds á Skanssvæði. Á þeim fundi var samþykkt að á stórstraumsfjöru í lok febrúar yrði unnið að undirlagi og jarðvinnu. Á stórstraumsfjöru í lok mars verður steypt undirlag og hægt verður að koma bátnum á sinn stað á stórstraumsflóði um miðjan maí.
Ráðið fagnar fyrirliggjandi verkáformum og leggur áherslu á að tímasetningar standist.
 
 
 
  
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:02
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159