13.03.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 215

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 215. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
13. mars 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs og Andrés Þorsteinn Sigurðsson starfsmaður sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Í upphafi fundar minntust fundarmenn Valtýs Georgssonar bæjarverkstjóra sem varð bráðkvaddur þann 10.mars sl. Ráðið þakkar Valtý góð störf fyrir bæjarfélagið í gegnum tíðina og gott samstarf og vottar fjöskyldu Valtýs samúð sína.
 
Dagskrá:
 
1. 201802109 - Samstarf um dýpkun í Landeyjahöfn
Fyrir liggur erindi frá Vegagerðinni um ósk um samstarf um dýpkun í Landeyjahöfn. Samstarfið felst í því að útbúa Lóðsinn þannig að unnt sé að nota bátinn til aðstoðar við að halda nægjanlegu dýpi í Landeyjahöfn.
Ráðið er jákvætt gagnvart samstarfi við Vegagerðina og felur starfsmönnum að ganga til viðræðna um samkomulag vegna verksins.
 
 
2. 201802111 - Loftræsikerfi Safnahúsi
Þann 27.febrúar 2018 voru opnuð tilboð í nýtt loftræsikerfi í Safnahúsi. Eitt tilboð barst frá Eyjablikk ehf. upp á kr. 32.053.967. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr.33.985.145.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ræða við hönnuð og tilboðsgjafa um hvort hægt sé að minnka umfang verksins svo það rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins 2018 en þar var gert ráð fyrir 25 milljónum í verkið.
 
 
3. 201802112 - International Loadstar slökkvibifreið 91-133
Fyrir liggur erindi frá Friðrik Páli Arnfinnssyni slökkvistjóra um framtíð International Loadstar slökkvibifreið árgerð 1965 en endurnýjun tækjabúnaðar hefur orðið til þess að ekki er lengur þörf á bílnum til slökkvistarfa sem og að aldur bílsins og ástand gefur ekki tilefni til að slökkvibifreiðin verði áfram í þjónustu slökkviliðsins.
Ráðið felur starfsmönnum að auglýsa slökkvibifreiðina til sölu og mun taka afstöðu til tilboða á næsta fundi ráðsins.
 
 
4. 201803029 - CAT Hjólaskófla árgerð 1973
Cat 966C hjólaskófla Vestmannaeyjabæjar var auglýst til sölu í kjölfar þess að fjárfest var í nýrri hjólaskóflu fyrir Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja.
5 tilboð bárust.
Ráðið samþykkir að taka hæsta tilboði frá Gröfuþjónustu Brinks ehf. að uppæð kr. 1785 þús án VSK
 
 
5. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Fyrir liggur ósk um umsögn við Aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar 2015-2035 en Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2015-2035 og er endurskoðun á aðalskipulagi fyrir tímabilið 2002-2014. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð.
 
Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 tekur við af Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014. Í nýja aðalskipulaginu kemur fram stefna bæjarins um samfélagið, atvinnulíf, náttúru og grunnkerfi bæjarins. Í aðalskipulaginu er líka sett fram rammaskipulag um ferðaþjónustu.
Ráðið fjallaði um auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar 2015-2035 og gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
 
 
6. 201110016 - Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnaeftirlits.
Rætt um húsnæðismál slökkviliðs og eldvarnaeftirlits en huga þarf að nýrri slökkvistöð.
Ráðið samþykkir að Sigursveinn Þórðarson, Stefán Ó Jónasson og Jarl Sigurgeirsson skipi starfshóp ásamt framkvæmdastjóra og slökkvistjóra sem hefur það hlutverk að skoða framtíðarlausn í húsnæðismálum slökkviliðs og eldvarnaeftirlits í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun. Skal hópurinn skila niðurstöðum til ráðsins fyrir 20.maí.
 
 
7. 201305053 - Skansvegur 5 - Bátaskýli
Stefán Ó Jónasson óskar eftir upplýsingum um framtíðaráform Vestmannaeyjahafnar varðandi bátaskýlið að Skansvegi 5 en það hefur undanfarið verið notað sem bátskýli fyrir bát Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra að samkomulag hefur verið við Þekkingarsetrið um viðhald og rekstur bátaskýlisins. Einnig kom fram í máli framkvæmdastjóra að hugmyndin með kaupum Vestmannaeyjahafnar á sínum tíma var að bátaskýlið muni þegar fram í sækir tengjast safnasvæðinu á Skansinum.
Ráðið ítrekar að framtíðaráform varðandi bátaskýlið eru að sú starfsemi sem þar verði, tengist safnasvæðinu á Skansinum. M.b. Blátindur er væntanlegur á svæðið á þessu ári og vonast ráðið til að þegar því verki lýkur verði haldið áfram uppbyggingu á svæðinu.
 
 
 
8. 201803070 - Viðbygging við Barnaskóla Vestmannaeyja 2018
Þann 12.mars 2018 voru opnuð tilboð í viðbyggingu við Barnaskóla Vestmannaeyja.
Eitt tilboð barst.
Steini og Olli ehf. kr. 38.010.676
Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 29.952.400
Ráðið hafnar innsendu tilboði og felur framkvæmdastjóra að leita annarra leiða við framkvæmd verksins.
 
 
9. 201707052 - Dalhraun 1 Viðbygging
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.4 frá 19.febrúar 2018 og nr.5 frá 6.mars 2018.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159