20.03.2018

Bæjarráð - 3070

 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3070. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

20. mars 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 
  1. Bæjarráð ræddi fund með Sigurði Inga Jóhannsssyni samgönguráðherra sem fram fór í seinustu viku.
    Fundin sátu bæjarfulltrúar ásamt stýrihóp um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs.
    Á fundinum var rætt um mögulegt rekstrarfyrirkomulag nýrrar Vestmannaeyjaferju. Eins og komið hefur fram hefur Vestmannaeyjabær lýst sig tilbúinn til að taka við rekstri ferjunnar og þegar liggur fyrir undiritaðuð viljayfirlýsing milli Vestmannaeyjabæjar og ráðherra samgöngumála.

    Bæjarráð ítrekar þá skoðun sína að breyta þurfi viðhorfi til þjónustu Vestmannaeyjaferju á þann máta að hún taki mið af þörfum samfélgsins í Vestmannaeyjum á hverjum tíma en ekki fyrirfram gefnum forsendum undirrituðum af ríkinu og hlutafélagi sem tekur að sér reksturinn. Er í því samhengi vísað til nýlegrar úttektar Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri en þar kom ma. í ljós að þjónustan eins og ríkið hefur mótað hana hingað til er vægast sagt fjarri því sem heimamenn telja þörf á.

    Á fundinum lýsti bæjarstjórn því að hún vildi halda áfram viðræðum við ríkið sem byggja á undirritaðri viljayfirlýsingu sem ma. gerir ráð fyrir:

 

·         skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast.

·         núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar.

·         sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum.

·         núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja.

·         fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagins en ekki eingöngu ámarksnýtingu.

·         rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin.

Á fundinum var einnig opnað á þann möguleika að samhljóða því að Vestmannaeyjabær taki reksturinn að sér verði einnig skoðaða að stofnað verði opinbert hlutafélag ríkis og sveitarfélags sem annist reksturinn.

Það er mat bæjarráðs að fundurinn hafi verið uppbyggjandi enda hafi ráðherra tekið hugmyndum heimamanna vel og verið sammála bæjarstjórn um markmiðin. Þá hafi ráðherra lýst yfir vilja til að halda viðræðum við sveitarfélagið áfram og muni því boða til nýs fundar á næstu dögum.b. Gjaldskrá Herjólfs
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þá ákvörðun valið hafi verið að lækka gjaldskrá í Þorlákshöfn nú þegar í stað þess að gera það þegar hin nýja Vestmannaeyjaferja hefur þjónustu síðsumars eins og áður hafði verið ákveðið.

 

  1.  
     

2.

Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018. - 201802087

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 sem er tilkominn vegna ófyrirséðra útgjalda. Aukningu útgjalda vegna þessa er ráðstafað af handbæru fé.

     

3.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála var færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.45

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159