20.03.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 282

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 282. fundur
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
20. mars 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Klettsvík. Beluga Sanctuary. - 201803104
Tekið fyrir bréf The Beluga Building Company ehf. er varðar ósk um afnot af Klettsvík í tengslum við komu beluga-hvala til Vestmannaeyja.
 
 
Niðurstaða
Ráðið vísar erindinu til umsagnar hjá framkvæmda- og hafnarráði.
 
 
 
2. Bárustígur 13. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun. - 201803102
Bragi Magnússon fh. Heimakletts ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri notkun úr íbúðarhúsi í gistiheimili sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
3. Illugagata 64. Umsókn um lóð - 201803085
Júlíus Hallgrímsson og Kristjana Ingólfsdóttir sækja um einbýlishúsalóð nr. 64 við Illugagötu.
 
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2018.
 
 
 
4. Bessahraun 3 - 3a. Umsókn um lóð. - 201803074
Hafþór Jónsson og Linda Ósk Hilmarsdóttir sækja um parhúsalóð nr. 3 í Bessahrauni. Umsækjendur óskar eftir heimild til að byggja einbýlishús á lóðinni.
 
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem umsókn samræmist ekki deiliskipulagi.
 
 
 
5. Bessahraun 3 - 3a. Umsókn um lóð. - 201803073
Þórður Svansson fh. Trélist ehf. sækir um parhúsalóð nr. 3 í Bessahrauni.
 
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2018.
 
 
 
6. Goðhraun 4. Umsókn um lóð - 201803086
Arnar Smári Gústafsson og Guðrún Bára Magnúsdóttir sækja um einbýlishúsalóð nr. 4 í Goðahrauni.
 
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2018.
 
 
 
7. Goðahraun 10. Umsókn um lóð. - 201803072
Bjarki Ómarsson og Andrea Káradóttir sækja um einbýlishúsalóð nr. 10 í Goðahrauni.
 
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2018.
 
 
 
8. Umhverfismál 2018 - 201803106
Umhverfisátak 2018, umræður.
 
 
Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð hefur lagt umtalsverða áherslu á að auka umhverfisvitund hér í Vestmannaeyjum. Líkt og í fyrra leggur ráðið til að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök fari í sameiginlegt átak um að gera Vestmannaeyjar að snyrtilegasta bæjarfélagi landsins með því að hreinsa til á lóðum okkar og í nærumhverfinu, í gönguferðum eða hvar sem þarf að láta hendur standa fram úr ermum.
 
Átakið hefst þegar í stað og stendur til 6.maí nk. Hægt er að fylgjast með framvindunni á facebook-síðunni "Einn poki af rusli", en þar munu fyrirtæki skora á önnur fyrirtæki líkt og var í fyrra og gaf góða raun.
 
Þá mun Umhverfis- og framkvæmdasvið leggja til poka sé þess óskað en hægt er að fá slíkt í Þjónustumiðstöð bæjarins á opnunartíma. Starfsmenn bæjarins munu einnig hirða upp poka og annað sem fellur til eftir ruslatínsluna en gott er að fá ábendingar um hvar slíkt er að finna sé það skilið eftir.
 
Ráðið felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að kynna átakið.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159