21.03.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 207

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 207. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

21. mars 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs.

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Á fundinn mætti Heba Rún Þórðardóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar í Rauðagerði í máli 4. og 5.

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2018 - 201801014

 

Sískráning barnaverndarmála í febrúar 2018

   
 

Niðurstaða

 

Í febrúar bárust 9 tilkynningar vegna 9 barna. Mál 8 barna voru til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Úrskurðarnefnd velferðarmála - kæra frá Bergvini Oddssyni - 201704110

 

Úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvörðunar Vestmannaeyjabæjar frá 19. júlí 2017 um synjun á umsókn umsækjanda um nánar tilgreinda ferðaþjónustu fatlaðra

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir liggur niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála þar sem ákvörðun Vestmannaeyjabæjar er staðfest.

     

4.

Rauðagerði - frístundamiðstöð - 201108028

 

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Rauðagerði kynnir starfsemina

   
 

Niðurstaða

 

Heba Rún Þórðardóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar í Rauðagerði kynnti ráðinu starfsemina. Félagsmiðstöðin er opin fyrir 8. - 10. bekk, tvö til þrjú kvöld í viku auk þess sem opið er fyrir 6. og 7. bekk einu sinni í viku. Í upphafi vetrar var mætingin um 30 - 45 börn á hverju kvöldi en dregið hefur nokkuð úr mætingum eftir áramótin. Alls starfa fjórir starfsmenn í félagsmiðstöðinni. Gott samstarf er á milli félagsmiðstöðvarinnar og Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV). Unglinga- og nemendaráð félagsmiðstöðvarinnar og GRV hafa verið sameinuð. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar starfar að hluta í GRV. Áfram verður unnið að því að efla samstarfið milli GRV og félagsmiðstöðvarinnar. Félagsmiðstöðin í Rauðagerði er aðildarfélagi í samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi (Samfés). Samfés býður upp á marga og fjölbreytta viðburði eins og t.d. Söngvakeppni félagsmiðstöðva, Stíl hönnunarkeppni, Rímnaflæði, danskeppni, Samfestinginn o.fl. Börn frá félagsmiðstöðinni í Rauðagerði hafa tekið þátt í söngva- og textílkeppninni og staðið sig þar með sóma. Ráðið þakkar kynninguna.

     

5.

Könnun á íþrótta- og tómstundaiðkun barna veturinn 2017 - 2018 - 201802102

 

Kynning á niðurstöðum könnunar á íþrótta- og tómstundaiðkun grunnskólabarna veturinn 2017-2018.

   
 

Niðurstaða

 

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar í Rauðagerði framkvæmdi könnun á íþrótta- og tómstundaiðkun grunnskólabarna veturinn 2017-2018. Markmið könnunarinnar var að fá yfirlit yfir fjölda barna sem stunda einhverjar íþróttir- og/eða tómstundir og umfang tilboða sem standa börnum til boða. Fjöldi grunnskólabarna er um 528 börn skólaárið 2017-2018. Niðurstöður sýna að um 85% grunnskólabarna stunda einhverja íþrótt- eða tómstundir um 15% enga eða svara ekki. Mörg barnanna stunda fleiri en eina íþrótt- eða tómstundir. Lang flest börn stunda handbolta og fótbolta og er fjöldi iðkenda svipaður eða um 180 börn í hvorri grein. Líklega stunda einhver börn báðar greinar. Á eftir handbolta og fótbolta eru fimleikar, tónlistarskólinn og æskulýðsstarf kirkjunnar/KFUM-K fjölmennast. Næst kemur sund, skátar, golf, karate og körfubolti. Börnin nefna um 20 íþrótta- og tómstundatilboð. Brottfall barna úr íþróttum- og tómstundum eykst eftir því sem þau eldast og byrjar fljótt eftir 5. bekk. Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna og notar jafnframt tækifærið til að hvetja foreldra og íþrótta- og tómstundaaðila til að leggja sig fram við að halda börnum sem lengst í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Foreldrum er jafnframt bent á að Vestmannaeyjabær greiðir allt að 25.000 kr í frístundastyrk fyrir hvert barn frá 6 - 16 ára gegn framvísun kvittana fyrir útlögðum kostnaði.

     
                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159