16.04.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 283

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 283. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 16. apríl 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. Strandvegur 26. Umsókn um byggingarleyfi - 201803117
Vestmannaeyjabær, Fiskiðjan fasteignafélag ehf. og Steini og Olli ehf. sækja um byggingarleyfi fyrir bílakjallara við Strandveg 26 og Ægisgötu 2 sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Í samræmi við 3. mgr. 43 gr. Skipulagslaga og samþykkir ráðið erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
2. Herjólfsafgreiðsla Básaskersbryggju. Umsókn um byggingarleyfi - 201804065
Páll Zóphóníasson f.h. Vegagerðarinnar sækir um leyfi fyrir stigahúsi við norðurhlið Herjólfsafgr. sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Ráðið óskar eftir umsögn Framkvæmda- og hafnarráðs. Ráið tekur eridið til afgreiðslu þegar umsögn liggur fyrir.
 
 
 
3. Ofanleitisvegur lóð 16. Viðbygging. - 201804063
Gunnlaugur Johnson f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
4. Foldahraun 37C. Umsókn um byggingarleyfi - 201804072
Sara Dís Hafþórsdóttir Foldahrauni 37 sækir um leyfi fyrir byggingu á bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
5. Miðstræti 5A. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun. - 201804064
Hilmar Tómas Guðmundsson fh. húseigenda sækir um leyfi fyrir breyttri notkun úr íbúðarhúsi í gistiheimili sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
6. Nýjabæjarbraut 5. Umsókn um lóð - 201804054
Pálmi Harðarson og Rannveig Ísfjörð sækja um lóð nr. 5 við Nýjabæjarbraut fyrir byggingu einbýlishúss.
Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að skoða frekari útfærslur á lóðaskipan á umræddu svæði.
 
 
 
7. Foldahraun. Umsókn um raðhúsalóðir. - 201804038
Ragnar Már Svansson Michelsen f.h. Masala ehf. sækir um tvær raðhúsalóðir í Foldahrauni sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóðum. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. okt. 2018.
 
 
 
8. Goðahraun 6. Umsókn um lóð - 201804029
Guðmundur Hafþór Björgvinsson og Sandra Sif Sigvarðsdóttir sækja um einbýlishúsalóð nr. 6 í Goðahrauni.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. okt. 2018.
 
 
 
9. Goðahraun 8. Umsókn um lóð - 2018031730
Jón Ingvi Pétursson sækir um einbýlishúsalóð nr. 8 í Goðahrauni.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. okt. 2018.
 
 
 
10. Strandvegur 45-47 umsókn um samruna lóða. - 201804057
Guðmundur Gíslason f.h. Oddfellow húsfélags sækir um samruna lóða í eigu félagsins við Strandveg 45A og 47.
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur Skipulags- og byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
11. Kleifar 1. Lóðarfrágangur. - 201804066
Björgvin Björgvinsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir girðngum og lóðarfrágangi sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
12. Vigtartorg. Stöðuleyfi fyrir veislutjald. - 201804013
Hörður Þór Harðarson f.h. Allevents ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 180m2 veislutjaldi á Vigtartorgi frá 12 júní til 15 júlí 2018.
Niðurstaða
Umhverfis -og skipulagsráð frestar erindinu og felur starfsmönnum sviðsins að ræða við bréfritara um nánari upplýsingar tengdar umsókn.
 
 
 
13. Hundasvæði - 201804060
Framkvæmdir á hundasvæði
Niðurstaða
Í ljósi ábendinga sem borist hafa, sem og vegna góðrar nýtingar hundaeiganda á því svæði sem ætlað er sem hundasvæði tekur Umhverfis- og skipulagsráð þá ákvörðun að láta útbúa 600 m2 hundagerði innan svæðisins til hagsbóta fyrir þá sem svæðið nota. Þá leggur ráðið áherslu á að bekkjum og ruslatunnum á svæðinu verði fjölgað.
 
Með þessari ákvörðun vill ráðið koma til móts við þá fjölmörgu hundaeigendur sem nýta svæðið með reglubundnum hætti. Þegar er búið að panta girðingu, en afgreiðslutími hennar er a.m.k. 8 vikur. Ráðið felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159