18.04.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 208

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 208. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

18. apríl 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dóra Björk Gunnarsdóttir mættu til fundar í máli 4.

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2018 - 201801014

   
 

Niðurstaða

 

Í mars bárust 26 tilkynningar vegna 12 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Ráðið ályktar eftirfarandi:
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja sem meðal annars fer hlutverk barnaverndarnefndar í sveitarfélaginu vill lýsa yfir miklum áhyggjum vegna stöðu barna sem glíma við fjölþættan vanda eins og áhættuhegðun og neyslu. Ljóst er að þau úrræði sem ríkið á að útvega og hafa til reiðu eru engan vegin nægileg þegar kemur að þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Þá er umhugsunarvert hvernig heilbrigðiskerfið virðist þvo hendur sínar algerlega að þessum börnum og ljóst að ríkisstofnanir vísa á hverja aðra vegna úrræðisleysis. Ráðið leggur áherslur á að ríkivaldið grípi til aðgerða sem allra fyrst og komi í veg fyrir að þær aðstæður sem upp hafa komið á landsvísu komi fyrir.

     

3.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

4.

Kynning frá ÍBV íþróttafélagi - 201804085

 

Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags kynnir starfsemi ÍBV íþróttafélags og ræðir hlutdeild félagsins í í tengslum við íþrótta- og tómstundaiðkun barna.

   
 

Niðurstaða

 

ÍBV íþróttafélag er með flesta íðkendur í íþróttum í Vestmannaeyjum. Umræður áttu sér stað um þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. Griðarlega mikilvægt og öflugt starf er unnið af félaginu. Ráðið þakkar kynninguna.

     
                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159