26.04.2018

Bæjarráð - 3073

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3073. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

26. apríl 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Kristín Jóhannsdóttir mætti á fundinn og gaf ráðinu skýrslu vegna Þátttöku Vestmannaeyjabæjar í ITB-Internationaler Tourismus Börse Berlín í mars s.l.

Bæjarráð þakkar Kristínu kynninguna.

 

Dagskrá:

 

1.

Samningur um fasteignaþróun að Strandvegi 26. - 201804131

 

Samningur milli Vestmannaeyjabæjar og Steina og Olla-bygg.verkt ehf. um uppbyggingu að Strandvegi 26.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

 

     

2.

Breytingar og lagfæringar í Barnaskóla Vestmannaeyja - 201804102

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018.

     

3.

Niðurfelling fasteignaskatts - 201804106

 

Erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 17. apríl s.l. þar sem óskað er eftir upplýsingum hvernig staðið hafi verið að framkvæmd lækkunar og niðurfellingar á fasteignaskatti elli-og örorkulífeyrisþega í Vestmannaeyjabæ á árunum 2015-2018.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

     

4.

Ósk um styrk vegna tónleikahalds - 201804130

 

Ósk um styrk að upphæð kr. 50-100 þúsund kr. til að halda tónleika með lögum Sigfúsar Halldórssonar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

     

5.

Afskriftir opinberra gjalda - 201804080

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 16. apríl s.l. þar sem óskað er eftir afskriftum á útsvargjöldum að upphæð 106.676 kr. með dráttarvöxtum þar sem gjöldin eru fyrnd vegna búsetu erlendis.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjaráð samþykkir afskriftir fyrndra krafna vegna óinnheimtalegra útsvarsgjalda með dráttarvöxtum að upphæð kr. 106.676

     

6.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.35

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159