30.04.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 284

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 284. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 30. apríl 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Klettsvík. Beluga Sanctuary. - 201803104
Tekið fyrir að nýju bréf The Beluga Building Company ehf. er varðar ósk um afnot af Klettsvík í tengslum við komu beluga-hvala til Vestmannaeyja.
Fyrir liggur umsögn Framkvæmda- og hafnarráðs.
 
 
Niðurstaða
Ráðið heimilar The Beluga Building Company ehf. afnot af svæði í Klettsvík vegna komu beluga hvala til Vestmannaeyja. Erindið er samþykkt með fyrirvara um samþykki á nýju aðalskipulagi.
 
 
 
2. Herjólfsafgreiðsla Básaskersbryggju. Umsókn um stækkun lóðar. - 201804141
Páll Zóphóníasson f.h. Vegagerðarinnar sækir um stækkun lóðar til norðurs sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir lóðina.
 
 
 
3. Herjólfsafgreiðsla Básaskersbryggju. Umsókn um byggingarleyfi - 201804065
Tekið fyrir að nýju erindi Vegagerðarinnar. Páll Zóphóníasson sækir um leyfi fyrir stigahúsi við norðurhlið Herjólfsafgr. sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur umsögn Framkvæmda- og hafnarráðs.
 
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og leggur áherslu á að aðgengi fyrir alla sé tryggt til og frá lyftuhúsi.
 
 
 
4. Umsókn um nýja lóð fyrir Hlíðarenda. - 201804081
Helen Dögg Karlsdóttir eigandi að Skólavegi 3 óskar eftir nýrri lóð fyrir húsið sbr. innsent bréf.
 
 
Niðurstaða
Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman minnisblað yfir mögulega staðsetningu hússins.
 
 
 
5. Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir. - 201802073
Júlíus Hallgrímsson óskar eftir að fyrirspurn hans sem ráðið tók fyrir á 281 fundi verði tekin fyrir að nýju. Bréfritari óskar eftir afstöðu ráðsins fyrir að breyta notkun fjölbýlishúsalóða vestan við Áshamarsblokkir í raðhúsalóðir.
 
 
Niðurstaða
Ráðið vísar til fyrri bókunar. Fyrirspurnin samræmist ekki gildandi skipulagi.
 
 
 
6. Míla ehf. Umsókn um framkvæmdaleyfi. - 201804111
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja við Bröttugötu 25 sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
7. Hásteinsvegur 13. Umsókn um nýtt bílastæði á lóð. - 201804140
Kjartan Arnar Hauksson sækir um leyfi fyrir nýrri innkeyrslu vestan við íbúðarhús sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
 
8. Hásteinsvöllur. Umsókn um stöðuleyfi gáma. - 201804133
Dóra Björk Gunnarsdóttir fh. ÍBV-Íþróttafélags sækir um stöðuleyfi fyrir gámum við Hásteinsvöll sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir stöðuleyfi til 1 okt. 2018 sbr. umsókn. Þar sem gámurinn norðan megin er staðsettur í fjölfarinni leið, fagnar ráðið þeim hugmyndum ÍBV að fegra gáminn með myndum úr starfi félagsins og leggur áherslu á að það verði gert sem fyrst.
 
 
 
9. Samþykkt um götu-og torgsölu í Vestmannaeyjum - 201404085
Umræður um stækkun á svæðinu við Básaskersbryggju til norðurs og vesturs.
 
 
Niðurstaða
Ráðið óskar eftir afstöðu framkvæmda- og hafnarráðs til stækkunar á svæðinu.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159