08.05.2018

Bæjarráð - 3074

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3074. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

8. maí 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Rekstraryfirlit Vestmannaeyjabæjar 2018 - 201805022

 

Rekstrarreikningur bæjarsjóðs og samstæðu janúar-mars 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir bæjrráð lá rekstraryfirlit Vestmannaeyjabæjar fyrir bæjarstjóð og samstæðu janúar til mars þessa árs. Samkvæmt yfirlitinu er reksturinn að keyra í takt við áætlun ársins.
Bæjarráð þakkar kynninguna.

     

2.

Stofnun ohf. vegna reksturs Herjólfs - 201805026

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð ræddi stofnun opinbers hlutafélags til að halda utan um rekstur Herjólfs. Fyrir bæjarráði lá álit endurskoðanda KPMG á áhrifum samnings um rekstur Herjólfs á rekstur sveitarfélagsins þar sem fram kemur að þau séu ekki með þeim hætti að ákvæði 66. greinar um miklar fjárfestingar og skuldbindingar eigi við í þessu tilviki. Því sé ekki þörf á sérstöku mati á áhrifum samningsins á fjárhag sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa stofnun opinbers hlutafélags og leggja nauðsynleg gögn fyrir bæjarstjórn svo fljótt sem verða má.


     

3.

Leigusamningur v/ Ægisgötu 2 - Fiskasafn - 201804014

 

Leigusamningur dags. 28. mars 2018 milli Vestmannaeyjabæjar og The Beluga building Company EHF. vegna leigu á 1. hæðar Ægisgötu 2.

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir bæjarráði lá leigusamningur við „The Beluga building company“ sem er í eigu Merlin og stofnað til að halda utan um fasteignarekstur þess í Vestmannaeyjum.

Samningurinn sem er til 20 ára gerir ráð fyrir því að fyrirtækið leigi tæplega 800m2 á jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Það til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi um 800m2 hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu.

Leigusamningurinn gerir ráð fyrir því að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður þeirra gæti legið nærri 500 milljónum og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Leigusamningurinn gerir ráð fyrir því að velji leigutaki að hætta starfsemi þá mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi honum að kostnaðarlausu.

Leiguverðið er um 190.000 á mánuði (50% afsláttur veittur í 5 ár) auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári.

Bæjarráð fagnar þessum samningi og telur að með honum séu hagsmunum Vestmannaeyjabæjar afar vel borgið. Ráðið samþykkir samninginn.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.54

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159