08.05.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 209

 
  

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 209. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

8. maí 2018 og hófst hann kl. 16.15

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Ráðið vekur athygli á nýrri íbúagátt sem hægt er að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (vestmannaeyjar.is) en þar er m.a. hægt að sækja um fjárhagsaðstoð.

     

3.

Húsnæðismál fatlaðs fólks - 201701065

 

Kynning á úrræðum í húsnæðis- og þjónustumálum fatlaðs fólks.

   
 

Niðurstaða

 

Undirritaður hefur verið samningur um nýtt og glæsilegt úrræði í húsnæðis- og þjónustumálum fatlaðs fólks sem byggt verður að Strandvegi 26 (gamla Ísfélagið).

Um er að ræða m.a. nýtt og stærra sambýli auk leiguíbúða sem verða sérstaklega sniðnar að þörfum fatlaðs fólks. Í húsnæðinu verður einnig sýningarsalur fyrir ýmsa menningarviðburði.

Samningurinn var staðfestur af Vestmannaeyjabæ, hagsmunaaðilum og verðandi íbúum þann 1. maí s.l. Við sama tilefni var verkefnið kynnt vel fyrir hagsmunaaðilum.

Ráðið fagnar þessu mikilvæga skrefi og þakkar hagsmunaaðilum fyrir samvinnu í aðdraganda ákvörðunarinnar og óskar öllum þeim sem að málinu koma til hamingju með samninginn.

     

4.

Sumarfrístund - 201804158

 

Kynning á sumarfrístund 2018

   
 

Niðurstaða

 

Boðið verður upp á sumarfrístund fyrir börn fædd 2008 - 2011 á tímabilinu 11. júní til og með 20. júlí. Um er að ræða tvö þriggja vikna tímabil, þ.e. 11. - 29. júní og 2. - 20. júlí þar sem verða þemaskiptar vikur með leikjum, íþróttum, tómstundum, sprelli og fjöri í samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög. Fjörið er frá kl. 9.00 til 16.00 og hægt að velja hálfan dag eða heilan. Staðsetning er í Rauðagerði v/Boðaslóð. Auglýsing hefur verið send út til forráðamanna og er umsóknarfrestur til 25. maí nk. Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með þessa metnaðarfullu og nauðsynlegu þjónustu sem mun eflaust nýtast fjölskyldufólki vel.

     

5.

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja - 201405050

 

Fyrirkomulag niðurgreiðslu kostnaðar vegna garðsláttarþjónustu hjá eftirlaunaþegum og öryrkjum

   
 

Niðurstaða

 

Vestmannaeyjabær býður eftirlaunaþegum og öryrkjum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum niðurgreiðslu af kostnaði vegna garðsláttarþjónustu sem það kaupir. Þjónustuþegar leita sjálfir til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á garðslátt. Niðurgreiðslan hefur verið að hámarki 15.000 kr á lóð gegn framvísun kvittunar fyrri þjónustuna. Lagt er til að niðurgreiðslan verði hækkuð í að hámarki 20.000 kr á lóð.

Alla jafna er boðið upp á slíka niðurgreiðslu þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru lífeyrisþegar en annars ekki. Réttur til þjónustunnar miðast við garð þess hús þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu. Lóðir við fjöleignahús tilheyra ekki þessari þjónustu nema allir íbúar þess séu lífeyrisþegar og falli undir ofangreindar forsendur.

     

6.

Tuttugu ára afmæli Hróksins, heimsóknir í öll sveitarfélög á Íslandi - 201804107

 

Ósk um stuðning frá skákfélaginu Hrókinum.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið samþykkir að veita 25.000 kr styrk til Hróksins.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.00

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159