09.05.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 285

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 285. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 9. maí 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja. - 201503032
Tillaga að Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 - 2035 er lögð fram til samþykktar. Tillagan var auglýst í samræmi við 31. gr. laga nr. 123/2010 frá 28. febrúar til og með 11. apríl 2018. Alls bárust fimmtán bréf við auglýsta tillögu.
Til samþykktar eru eftirtalin gögn: Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015 - 2035 Greinargerð, Umhverfisskýrsla, Þéttbýlisuppdráttur og Sveitarfélagsuppdráttur.
Til hliðsjónar er bréf vinnuhóps Vestmannaeyjabæjar um gerð aðalskipulagsins; Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035.
 
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015 - 2035 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkir Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015 - 2035 og felur Skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 
2. Bessahraun 7. Umsókn um byggingarleyfi - 201805018
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Þórir Ólafsson og Helena Björk Þorsteinsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Lóðarhafar óska eftir leyfi fyrir að nýbygging nái að hluta útfyrir byggingarreit til norðurs. Nýtingarhlutfall nýbyggingar á lóð er 0.19 en hámarksnýting á lóð er 0.25 sbr. deiliskipulag.
 

Niðurstaða
Ráðið samþykkir með tilvísan til 43.2. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í Bessahrauni 1a-b, 5, 9a-b, 11a-b, 12, 22 og 24.
Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
3. Höfðavegur 53. Umsókn um byggingarleyfi - 201805008
Guðmundur Gíslason sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi sbr. innsend gögn.
 

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 

4. Vestmannabraut 33. Umsókn um byggingarleyfi - 201805040
Páll Zóphóníasson f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir breyta verslunarrými á jarðæð í leiguíbúðir sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu. Ráðið felur byggingarfulltrúa að ræða við húseigendur um fyrirhugaðar breytingar.
 

 
5. Áshamar 55. Fyrirspurn til Skipulagsráðs - 201805006
Húseigendur í Áshamri 55 Hafþór Jónsson og Linda Ósk Hilmarsdóttir óska eftir afstöðu ráðsins varðandi viðbyggingu sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Ganga skal frá byggingarleyfisumsókn skv. ákvæðum mannvirkjalaga.
 
 
 
6. Goðahraun 11. Umsókn um byggingarleyfi - 201805017
Tekin fyrir afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 4 maí sl. Húseigendur Goðahrauni 11 sækja um leyfi fyrir gluggabreytingum og báruál utanhúsklæðningu.
 
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. Heiðarvegur 11. Umsókn um byggingarleyfi - 201805033
Tekin fyrir afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 4 maí sl. Húseigendur að Heiðarvegi 11 sækja um leyfi fyrir að einangra og múrklæða.
 
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
8. Skildingavegur 10. Umsókn um byggingarleyfi - 201805045
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Skildingavegi 10. Gunnar Ingi Gíslason og Hafþór Halldórsson sækja um leyfi fyrir útlitsbreytingum á norðurhlið sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
9. Áshamar 32. Umsókn um byggingarleyfi - 201702114
Í ljósi niðurstöðu úrskurðar UUA í máli nr. 60/2018 er umsókn lóðarhafa lögð að nýju fyrir ráðið. Ólafur Tage Bjarnason hönnuður fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
 
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt að nýju fyrir lóðarhöfum að Áshamri 28, 30, 34, 36, 48 og 50 og Búhamri 13, 15, 17, 25, 29, 35, 39. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
10. Lundaveiði 2018 - 201805010
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2018.
 
 
Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að kalla eftir áliti Bjargveiðifélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiði 2018.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159