15.05.2018

Bæjarráð - 3075

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3075. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

15. maí 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2017. - 201802046

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð vísar ásreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2017 til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar sem fram fer síðar í dag.

     

2.

Kjörskrá sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 - 201805070

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð hefur samið kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 á grundvelli kjörskrástofns þjóðskrár.
bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kjörskrána sbr. 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

     

3.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Pítsugerðina - 201803038

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 7. mars s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi f.h. Pítsugerðarinnar fyrir veitingastað að Bárustíg 1 Vestmannaeyjum.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 40 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

4.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.45

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159