17.05.2018

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

 
 Náttúrustofa Suðurlands

 

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands  - NS 17. maí 2018  kl. 15.00

Fundurinn var haldinn  fundarsal annarri hæð að Strandvegi 50, Vestm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form.,  Arnar Sigurmundsson(AS), Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ)

Fundarritari Rut Haraldsdóttir.

 

 

 

 

1.    1. Mál. Drög að samkomulagi um starfslok forstöðumanns NS.

Stjórn NS samþykkir að samningur um starfslok við fráfarandi forstöðumann NS sem er að láta af störfum, ljúki endanlega þann 31. desember  2018. Inni í þeim tímaramma er fjögurra mánaðar uppsagnarfrestur frá 1. mars s.l. sem og áunnið orlof fyrri ára og vinna við fyrri Lundahring sem fyrirhugað er að fara í júní n.k. þar með talið áunnið orlof vegna þeirra vinnu. Stjórnarformanni er falið að ganga frá starfslokasamningi með ofangreindum hætti.

 

 

2.    2. Mál. Ósk um álit frá Náttúrustofu Suðurlands á Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2018.

Á síðasta fundi umhverfis og skipulagsráðs frá 9. maí s.l. var óskað eftir umsögn Náttúrustofu suðurlands á Lundaveiði í Vestmannaeyjum sumarið 2018.

Á fundinn mætti Erpur Snær Hanssen sérfræðingur hjá NS og fór yfir stöðu Lundastofnsins. Mun hann sem sérfræðingur NS gefa umsögn fyrir hönd stofunnar um stöðu á Lundastofninum og fyrirhugaðar veiðar sumarið 2018.

 

 

 

 

 

 

 

 

       

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159