29.05.2018

Bæjarráð - 3076

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3076. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

29. maí 2018 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs 

Dagskrá:

 

1.

Sala á húseigninni Strandvegi 50 - 201805153

 

Strandvegur 50 (hvíta húsið) er í eigu Vestmannaeyjabæjar og Visku. Eignaskiptingin er Viska um 36% og Vestmannaeyjabær 64%. Verðmat hefur farið fram á eigninni og er það um 120 milljónir króna.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma fasteigninni í sölumeðferð.

     

2.

Samkomulag um samstarf um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðar gerð baðlóns heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum - 201805150

 

Samkomulag dags. 24. maí s.l. um samstarf um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðar gerð baðlóns, heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum. Fram kemur að Vestmannaeyjabær hefur um nokkurt skeið unnið að frumkönnun á því hvort nýta megi þá miklu orku sem verður til við byggingu nýrrar sorpbrennslu í bænum til að styrkja afþreyingu og ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.

   
 

Niðurstaða

 

Vestmannaeyjabær hefur um nokkurt skeið unnið að frumkönnun á því hvort nýta megi þá miklu orku sem verður til við byggingu nýrrar sorpbrennslu í bænum, auk varma úr hrauninu, til að styrkja afþreyingu og ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Sérstaklega hafa verið skoðaðir möguleikar á manngerðu lóni og heilsulind við Skansinn sem tengd yrðu við hraunið úr Heimaeyjargosinu 1973, auk þess sem þessu samofnar hafa verið reifaðar hugmyndir um gerð sjósundsaðstöðu á Skansinum. Enskt vinnuheiti á þessum hugmyndum er LAVASPRING VESTMANNAEYJAR, sbr. lýsingu sem Vestmannaeyjabær hefur útbúið.

Samstarfs Vestmannaeyjabæjar og ÍH felur í sér könnun á fýsileika verkefnisins og að skoðað verði með jákvæðum hætti hugsanleg fjárfesting í verkefninu ef niðurstöður fýsileikakönnunar benda til að fjárfesting í því geti orðið hagkvæm.

Bæjarráð samþykkir samkomulagi fyrir sitt leyti.

     

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:28

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159