12.06.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 286

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 286. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 12. júní 2018 og hófst hann kl. 16:10
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
  
Dagskrá:
 
1. Bessahraun 7. Umsókn um byggingarleyfi - 201805018
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Þórir Ólafsson og Helena Björk Þorsteinsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Lóðarhafar óska eftir leyfi fyrir að nýbygging nái að hluta útfyrir byggingarreit til norðurs. Nýtingarhlutfall nýbyggingar á lóð er 0.19 en hámarksnýting á lóð er 0.25 sbr. deiliskipulag.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
2. Áshamar 32. Umsókn um byggingarleyfi - 201702114
Tekið fyrir að nýju umsókn lóðarhafa. Ólafur Tage Bjarnason hönnuður fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010, eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
Afgr. ráðs á innsendu bréfi:
Ráðið hafnar athugasemdum lóðarhafa að Áshamri 48.
 
Lóðin nr. 32 við Áshamar er skv. aðalskipulagi á svæði undir íbúðarhúsabyggð ÍB-4, þar er nýtingarhlutfall skráð 0,15 fyrir svæðið en ekki einstaka byggingarlóðir eins og fram kemur í innsendu bréfi. Heimilt að víkja frá deiliskipulagsskyldu vegna stakra framkvæmda í þegar byggðum hverfum þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi ef fyrirhuguð framkvæmd víkur ekki í verulegum atriðum frá notkun, nýtingarhlutfalli eða yfirbragði hverfisins.
 
Á lóðinni Áshamar 32 stóð áður íbúðarhús í líkingu við önnur hús sem standa í botnlanganum, ætti því ekki að koma á óvart að umrædd lóð yrði áfram nýtt fyrir íbúðarhús líkt og hefur verið kynnt fyrir nágrönnum. Þegar lóðarhafi sótti um lóðina árið 2016 kom fram í gögnum umsækjanda að nýbygging yrði í grófum dráttum í samræmi við önnur hús við götuna. Þær teikningar sem hafa verið kynntar í grenndarkynningu sýna að nýbygging er í formi eins og fyrirliggjandi hús við götuna og er reist á sama grunnkóta og húsið sem áður stóð á lóðinni. Rétt er að húsið er ekki nákvæm eftirlíking uppruna útlits húsa enda er ekki eitt samræmt útlit til í dag sbr. samþykktir sveitafélagsins ss. viðbyggingar við hús nr. 30 og 36 og bílskúr á baklóð nr. 34.
 
Ekki er hægt að fallast á rök athugasemdarinnar er varðar útsýnisskerðingu og bent er á að engin leið er að tryggja öllum íbúum bæjarins útsýni sem ávalt er huglægt hverjum og einum.
 
Á lóðinni stóð áður íbúðarhús byggt árið1975 sem var rifið eftir bruna og var alltaf fyrirhugað að nýta lóðina áfram fyrir íbúðarhúsnæði og telur ráðið að fyrirhuguð nýbygging falli vel að yfirbragði hverfisins hvað varðar nýtingu, útlit og form.
Umhverfis- og skipulagsráð bendir á að ekki hafi komið fram nein rök sem styðja það að verðgildi húsnæðis í nágrenninu skerðist við uppbyggingu á lóð Áshamars 32. Jafnframt vill umhverfis-og skipulagsráð benda á að uppbyggingu hverfissins verði að meta heildstætt og megi þá einnig draga fram að uppbygging geti haft jákvæð áhrif á markað með fasteignir í nágrenninu.
 
Erindi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
3. Vestmannabraut 33. Umsókn um byggingarleyfi - 201805040
Tekið fyrir að nýju erindi húseigenda. Páll Zóphóníasson f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir breyta verslunarrými á jarðæð í leiguíbúðir sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
4. Heiðarvegur 7. Umsókn um byggingarleyfi - 201804055
Helen Dögg Karlsdóttir fh. Fundur fasteignafélag ehf. sækir um leyfi fyrir breyta verslunarrými 0101 í leiguíbúðir sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
5. Faxastígur 33. Umsókn um breytta notkun. - 201806009
Fyrir liggur umsókn húseigenda um breytta notkun. Jónas Þór Sigurbjörnsson sækir um leyfi fyrir að breyta íbúðarhúsi í gistiheimili.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
6. Útsýnisauga. Umsókn um framkvæmdaleyfi. - 201806020
Sigurvin Marinó Sigursteinsson sækir um leyfi til að setja upp "útsýnisauga" á útsýnispall á Flakkara.
 
Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar framtaki bréfritara og samþykkir erindið.
 
 
7. Búastaðabraut 7. Gámur. Umsókn um stöðuleyfi. - 201805177
Ólafur Viðar Birgisson sækir um 12 mánaða stöðuleyfi fyrir gám norðan við íbúðarhús frá og með 1 júlí nk.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
8. Skildingavegur 10. Umsókn um byggingarleyfi - 201805175
Birgir Magnússon fh. Blíðu-kró ehf. sækir um leyfi fyrir utanhúsbreytingum sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
9. Hólagata 20. Umsókn um stækkun á innkeyrslu. - 201805096
Sigurður Þór Símonarson sækir um leyfi fyrir stækkun á innkeyrslu til norðurs sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:47
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159