26.06.2018

Bæjarráð - 3077

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3077. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

26. júní 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður og Trausti Hjaltason aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Starf skólastjóra GRV 2018 - 201805120

 

Ráðning í stöðu skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja.

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir bæjarráð kom Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og gerði grein fyrir ferlinu varðandi ráðningu á skólastjóra við Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV). Þrír umsækjendur sóttu um stöðuna en það voru Anna Rós Hallgrímsdóttir, Einar Gunnarsson og Óskar Jósúason.

Ráðningafyrirtækið Capacent var fengið til aðstoðar við úrvinnslu umsókna. Tvö voru boðuð til viðtals þar sem þeim var gefinn kostur á því að kynna áherslur þeirra varðandi skólastarf GRV og þá stefnu og þann árangur sem þau vilja vinna að í starfi skólastjóra.

Í lokamati Capacent var Anna Rós metin hæfust og réði þá stjórnunarreynsla, kynningin og viðtalið mestu þar um. Er það mat framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að Anna Rós Hallgrímsdóttir sé hæfust umsækjenda og leggur til að hún verði ráðin í stöðu skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja frá 1. júlí n.k.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu þess efnis að Anna Rós Hallgrímsdóttir verði ráðin í stöðu skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja frá 1. júlí 2018.

     

2.

Starf leikskólastjóra Kirkjugerðis 2018 - 201805118

 

Tillaga að ráðningu leikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði.

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir bæjarráð kom Jóni Pétursson framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ráðningu á skólastjóra á Kirkjugerði. Alls sóttu þrír um stöðuna; Bjarney Magnúsdóttir, Halldóra Björk Halldórsdóttir og Thelma Sigurðardóttir sem gegnir stöðunni í dag.

Bjarney og Halldóra hafa leyfisbréf sem leikskólakennarar en Thelma ekki. Bjarney hefur starfað meira og minna sem leikskólastjóri, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri, sinnt sérkennslu og frá 2008 starfað sem leikskólastjóri í Kópavogi.

Er það mat framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að Bjarney Magnúsdóttir sé hæfust umsækjenda og leggur til að hún verði ráðin í stöðuna.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu þess efnis að Bjarney Magnúsdóttir verði ráðin í stöðu skólastjóra Kirkjugerðis frá og með 15. ágúst 2018.

     

3.

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - 201805193

 

Erindi dags. 25. maí s.l. frá afmælisnefnd aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar erindið og felur framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að koma því í réttan farveg.

     

4.

Afskriftir opinberra gjalda 12.6.2018 - 201806146

 

Erindi frá Sýslumanni dags. 12. júní s.l. þar sem farið er á leit að Vestmannaeyjabær veiti samþykki sitt til þess að afskrifa fyrndar kröfur eftir árangurslaust fjárnám.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir afskriftir fyrndra krafna eftir árangurslaust fjárnám að upphæð kr. 252.423 með dráttarvöxtum.

     

5.

Kennarafélag Vestmannaeyja óskar eftir því að það verði tekinn upp líkamsræktarstyrkur - 201806041

 

Erindi frá Kennarafélagið Vestmannaeyja dags. 4. júní s.l. þar sem þeir óska eftir að tekin verði upp líkamsræktarstyrkur til handa félagsmönnum KV.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu það sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar þessa árs. En bendir á að taka megi erindið til skoðunar við vinnu við fjárhagsáætlunar næsta árs.

     

6.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um gistileyfi - Bárustígur 13 - 201805129

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 20 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

7.

Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Gistiheimilið Árný - 201701052

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 18 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

8.

Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II fyrir Faxastíg 33 - 201802091

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 17 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

9.

Beiðni um umsögn fyrir Bjargarkró á goslokunum - 201806114

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.

Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

10.

Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi í tilefni af goslokahátíð fyrir Vestmannaeyjabæ - 201806122

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.

Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

11.

Umsókn um skoteldasýningu á Orkumótinu - 201806124

 

Erindi frá Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum dags. 19. júní s.l. þar sem fram kemur að ÍBV íþróttafélag óskar eftir leyfi til skoteldasýningar þann 28. júní n.k. kl. 19:00 í tengslum við Orkumótið. Skotstaður: Há.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að staðsetning skotstaðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi skotstaðar á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

     

12.

Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir SB heilsu vegna reksturs veitingastaðarins Gott - 201706153

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 40 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

13.

Beiðni um umsögn fyrir Pizza 67 vegna goslokahátíðar - 201806111

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 50 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

14.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.15

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159