02.07.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 287

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja -287. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 2. júlí 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Jónasson aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Skólavegur 7. Umsókn um byggingarleyfi - 201806081
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Baldur Ó. Svavarsson arkitekt sækir um byggingarleyfi fyrir þriggja íbúða fjölbýlishúsi á lóðina Skólaveg 7 þar sem áður stóð húsið Ásnes. Húsið er tvær íbúðarhæði með kjallara og þakhæð sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
2. Vesturvegur 25. Umsókn um byggingarleyfi - 201806040
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Ágúst Hreggviðsson og Hreggviður Ágústsson sækja um byggingarleyfi og breytingu á skipulagi lóðar. Óskað er eftir heimild til byggja 255m2 íbúðarhús, tvær hæðir auk rishæðar sbr. innsend gögn Davíðs Kr. Pitt.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna breytingartillögu á deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
 
 
3. Kirkjubæjarbraut 9. Umsókn um byggingarleyfi - 201806093
Unnar Gísli Sigurmundsson sækir um leyfi fyrir breytingum á bílgeymslu og breytta notkun í tónlistarstúdió/geymsla sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
4. Nýjabæjarbraut 10. Bílskúr. Umsókn um byggingarleyfi - 201805185
Leifur Jóhannesson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og tengibyggingu við íbúðarhús sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
5. Sorpmóttökustöð. Umsókn um byggingarleyfi. - 201806140
Ólafur Þór Snorrason f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir utanhúsklæðningu, útlitsbreytingum og breytingum innra skipulagi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
6. Ofanleitisvegur. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun. - 201806168
Erna Þórsdóttir sækir um leyfi fyrir breytingum á húsnæði og breyttri notkun úr íbúðarhúsi í gistiheimili sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
7. Áshamar 35. Umsókn um byggingarleyfi - 201806141
Vigdís Sigurðardóttir sækir um leyfi fyrir hurð á norðurgafl og innanhús breytingum sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í raðhúsi.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
8. Bárustígur 1. Reykrör. Umsókn um byggingarleyfi - 201806161
Sigurður F. Gíslason fh. eigenda eignar 2182608 sækir um leyfi fyrir að setja upp reykrör á austurgafl sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjölbýli.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
9. Vestmannabraut 24. Umsókn um byggingarleyfi - 201806170
Hafþór Halldórsson sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingu á suðurhlið, útidyrahurð frá rými 2184965 sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
10. Vestmannabraut 49. Umsókn um byggingarleyfi - 201806143
Guðný Svava Gísladóttir sækir um leyfi fyrir glugga breytingum og leyfi fyrir bislagi við aðalinngang sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
11. Vesturvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi - 201806135
Guðjón Hjörleifsson fh. Heimaey ehf-þjónustuver sækir um leyfi fyrir útidyrahurð/flóttaleið á austurhlið, frá rými 2313629 sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjölbýli.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
12. Ofanleitisvegur 5. Umsókn um lóð - 201805123
Hlynur Snær Guðjónsson sækir um sumarhúsalóð nr. 5 við Ofanleitisveg.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. jan. 2019.
 
 
13. Hrauntún 14. Umsón um stækkun á innkeyrslu. - 201806142
Arnar Richardsson sækir um leyfi fyrir stækkun á innkeyrslu og bílastæðum innan lóðar sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
 
 
14. Faxastígur 42. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 201806160
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja við Faxastígur 36-42 sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Tímasetning framkvæmda skal vera í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið.
 
 
15. Herjólfsdalur. Stóra svið. Umsókn um farsímaloftnet. - 201806064
Jóhann Kristinsson fh. Síminn hf. sækir um leyfi fyrir uppsetningu á farsímaloftnetum á útveggi sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki húseigenda.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
16. Umsókn um lokun á Hamarsvegi og tímabundin bílastæði í Áshamri. - 201806029
Elsa Valgeirsdóttir fh. GV óskar eftir tímabundinni lokun á Hamarsvegi og afnotum af Þórsvelli og byggingarlandi Vestmannaeyjabæjar í Áshamri í tengslum við Íslandsmót GSÍ dagana 25-29 júlí nk.
 
Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang erindis í samráði við bréfritara, lögreglu, rekstraraðila tjaldsvæðis og ÍBV íþróttafélag.
 
 
17. Herjólfsdalur. Stóra svið. - 201805122
Dóra Björk Gunnarsdóttir fh. ÍBV-Íþróttafélags óskar eftir leyfi til að pússa útveggi sbr. innsend bréf.
 
Niðurstaða
Ráðið er jákvætt fyrir framtaki ÍBV íþróttafélags enda sé framkvæmdin liður í því að koma sviðinu í það horf sem áður hefur verið samþykkt af Vestmannaeyjabæ.
 
 
18. Umsókn um afnot af Herjólfsdal - 201805128
Fyrir liggur umsókn ÍBV íþróttafélags um leyfi til að halda þjóðhátíð í Herjólfsdal dagana 2-7 ágúst n.k. og leyfi fyrir húkkaraballi í portinu bak við Strandveg 50 sbr. innsent bréf.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 20/8 2018 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 25/8 2018. Þá samþykkir ráðið fyrir sitt leyti fyrirliggjandi staðsetningu á húkkaraballi.
 
 
19. Lundaveiði 2018 - 201805010
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2018.
Fyrir fundinum liggja álit Bjargveiðifélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands.
 
Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggur til að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 10. - 15. ágúst 2018. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst eða 46 dagar. Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nýttir til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt. Þá er tíminn nýttur til að viðhalda húsnæði úteyjanna og huga að öðru sem fylgir úteyjunum. Ráðið hvetur veiðifélögin til að standa vörð um sitt nytjasvæði og upplýsi sína félagsmenn um að ganga fram af hófsemi við veiðarnar.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159