10.07.2018

Bæjarráð - 3078

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3078. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

10. júlí 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður og Trausti Hjaltason aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, Fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna sparisjóðsins og Landsbankans. - 201504034

 

Fyrir bæjarráði lá matsgerð dómskvaddra matsmanna um verðmæti eigin fjár Sparisjóðs Vestmannaeyja. Málið hefur verið rekið í samvinnu við Vinnslustöðina hf. sem á einnig hagsmuna að gæta. Niðurstaða matsmanna er sú að verðmæti eigin fjár SPV sé 483 milljónir króna. Landsbankinn greiddi 332 milljónir fyrir eigið fé SPV þannig að mismunirinn (auðgun Landsbankans á kostnað stofnfjáreigenda) er því 151 milljón króna (45% af greiddu verði).

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra í samstarfi við Jónas Fr. Jónsson lögmann og Vinnslustöðina að halda áfram með málið með það að markmiði að ná fram leiðréttingu á endurgjaldinu sem greitt var fyrir stofnféð í Sparisjóði Vestmannaeyja.

     

2.

Kerfisáætlun Landsnets - 201807030

 

Kerfisáætlun Landsnetar lögð fram til kynningar

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð tekur undir umsögn SASS frá 10. júlí og umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga einnig frá 10. júlí um kerfisáætlun Landsnets.

Bæjaráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn til Landsnets fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar varðandi þá þætti kerfisáætlunar sem snúa að afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja.

     

3.

Umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald nr. 74/2012 - 201806100

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð Vestmannaeyja harmar að ekki hafi tekist fyrir þinglok í vor að lögfesta það frumvarp meirihluta Atvinnuveganefndar, sem m.a. fól í sér lækkun á veiðigjaldi. Að óbreyttu stefnir í stórfellda hækkun á veiðigjaldinu milli ára, á sama tíma og afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi hríðversnar. Þetta er í engu samræmi við þann áskilnað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna í greininni.

Mikilvægt er að fyrrgreint frumvarp sem frestað var í vor komist aftur á dagskrá Alþingis strax í haust og verði að lögum sem allra fyrst. Það væri skref í rétta átt á meðan beðið er endurskoðunar á þessu óréttláta gjaldtökukerfi í heild sinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessari ályktun á framfæri við alla alþingismenn.

     

4.

Innleiðing persónuverndarlaga - 201712076

   
 

Niðurstaða

 

Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vetmannaeyjabæjar kom inn á fundin og gerði grein fyrir stöðu málsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra framgang málsins í samstarfi við framkvæmdarstjóra sviða bæjarins.

     

5.

Beiðni um umsókn vegna rekstrarleyfi fyrir Golfklúbb Vestmannaeyja - 201803022

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.

Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.

Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 200 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

6.

Goslokahátíð 2018 - 201807051

 

Helgina 5-8 júlí 2018 var haldin goslokahátíð í tilefni 45 ára gosloka afmælis.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar goslokanefnd fyrir glæsilega dagskrá og vel heppnaða goslokahátíð s.l. helgi.

     

7.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.50

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159