31.07.2018

Bæjarráð - 3079

 
 
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3079. fundur
Bæjarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
31. júlí 2018 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Njáll Ragnarsson formaður, Íris Róbertsdóttir   bæjarstjóri, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður og Trausti Hjaltason aðalmaður.
 
 
Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, Fjármálastjóri
 
 
 
Dagskrá:
 
1.
Innleiðing persónuverndarlaga - 201712076
Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá Jóni Péturssyni framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs varðandi innleiðingu nýrra persónuverndarlaga. Fyrir liggur tilboð frá Dattaca Labs um aðstoð við innleiðingavinnu vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar auk þess að sinna hlutverki persónuverndarfulltrúa.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Dattaca Labs um aðstoð við innleiðingavinnu og um stöðu persónuverndarfulltrúa. Bæjarráð felur bæjarstjóra framgang málsins. Kostnaður vegna þessa rúmast innan fjárhagsáætlunar 2018.
2.
Vestmannaeyjabæ boðið forkaupsréttur á Suðurey ÞH-9 skipaskránúmer 2020 - 201807138
Erindi frá Ísfélagið Vestmannaeyja dags. 22. júlí s.l. þar sem Vestmannaeyjabæ er boðið forkaupsréttur að Suðurey ÞH-9 með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að ef verði af sölu skipisins verði það selt án aflahlutdeilda, sem verða fluttar á önnur skip Ísfélagsins.
Niðurstaða
Bæjarráð þakkar Ísfélaginu fyrir tilboðið um forkaupsrétt þann sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða. Þar sem skipið er selt án aflahlutdeilda telur bæjarráð hinsvegar ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum.
3.
Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum varðandi skipan í almannavarnanefnd - 201807146
Niðurstaða
Trausti Hjaltason fulltrúi D-lista bókar:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur undir erindi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum sem jafnframt er formaður Almannavarnanefndar. Þar kemur m.a. fram að mikilvægt er að almannavarnarnefnd verði áfram skipuð 7 mönnum.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var lögð fram tillaga fulltrúa meirihlutans um að fjölga nefndarmönnum úr 7 í 11 í almannavarnarnefnd við endurskoðun bæjarmálasamþykkta.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerir alvarlegar athugasemd við að stjórnsýsluerindi sem lögreglustjóri sendi á bæjarstjóra og formann bæjarráðs varðandi afstöðu hans um skipan í almannavarnarnefnd, hafi ekki fylgt sem undirliggjandi fundargögn í þessu máli við fyrirhugaða afgreiðslu síðasta bæjarstjórnarfundar, þrátt fyrir að erindið hafi borist bæði bæjarstjóra og formanni bæjarráðs vel fyrir þann fund.

Athygli vekur að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins spurðust ítrekað eftir því hvort að afstaða formanns almannavarnarnefndar lægi fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi,þar sem fyrirhugað var að gera jafn róttækar breytingar og um ræðir. Engin svör fengust á þeim fundi þrátt fyrir að afstaða formanns almannavarnarnefndar lægi fyrir 9 dögum áður. Slíkt er í senn merki um óvandaða stjórnsýslu og ólýðræðisleg vinnubrögð að hálfu fulltrúa meirihlutans. Nú er ljóst að faglegt álit liggur fyrir og eðlilegt er að nefndarmenn verði 7 áfram.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins harmar að það standi til að gera fagnefnd eins mikilvæga og almannavarnarnefnd að pólitískri nefnd.
Trausti Hjaltason (sign)

Njáll Ragnarsson fulltrúi E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúi H-lista bóka:
Meirihluti bæjarráðs Vestmannaeyja hafnar því alfarið að um óvandaða stjórnsýslu sé að ræða. Erindi frá lögreglustjóra var send til bæjarstjóra og formanns bæjarráðs og þar af leiðandi ætlað til umræðu í bæjarráði. Því lá fyrir að erindið kæmi til umræðu á næsta fundi bæjarráðs. Lítur meirihluti bæjarráðs svo á að rétt stjórnsýsla sé að erindið væri fyrst tekið til umræðu í bæjarráði og síðan í bæjarstjórn.
Meirihluti bæjarráðs tekur undir erindi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og leggur til að nefndin verði skipuð skv. því sem fram kemur í bréfi lögreglustjórans frá 9. júlí sl.
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Bæjarráð samþykkir að ný skipan almannavarnanefndar verði sem hér:

Lögreglustjóri Vestmannaeyja (skylduseta skv.lögum)
Bæjarstjóri Vestmannaeyja
Framkvæmdarstjóri Umhverfis og framkvæmdarsviðs
Slökkvistjóri Vestmannaeyja
Framkvæmdastjóri lækninga HSU
Björgunarfélag Vestmannaeyja skipar tvo aðila.
4.
Umræða um samgöngumál - 201212068
Niðurstaða
Samkvæmt eftirlitsaðila Vegagerðarinnar í Póllandi dregst afhending nýja skipsins til 30. október n.k. og kæmist ferjan þá í fyrsta lagi í áætlun seinni partinn í nóvember n.k.

Trausti Hjaltason D-lista í bæjarráði bókar:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd boðunar hluthafafundar hjá Herjólfi ohf. Bæjarstjóri óskaði eftir hluthafafundi við stjórnarformann Herjólfs ohf. án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar þar að lútandi, hvorki frá bæjarstjórn né bæjarráði þar sem umræða um fyrirhugaðan hluthafafund og/eða dagskrárefni hans gætu hafa farið fram. Fundurinn var að auki boðaður með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur hluthafafundinn því eðli málsins samkvæmt ekki lögmætt boðaðan. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að í ljósi viðkvæmrar stöðu verkefnisins þar sem verkefnastjóri Herjólfs ohf. lét nýverið af störfum, að breytingar á stjórn félagsins líkt og dagskrárefni fundar gerir ráð fyrir sé eingöngu til þess fallnar að tefja verkefnið enn frekar þar sem stjórnarmeðlimir hafa eytt miklum tíma og mikilli orku í framgang verkefnisins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða.
Trausti Hjaltason(sign)


Njáll Ragnarsson E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir H-lista bóka:
Bókun fulltrúa D-lista vekur nokkra furðu því fyrir því er nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga. Þetta gildir líka um stjórnir opinberra hlutafélaga og nægir í því sambandi að nefna Ríkisútvarpið og ISAVIA þar sem kosið er í stjórnir í samræmi við styrk á Alþingi að loknum kosningum. Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú.
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Trausti Hjaltason D-lista bókar:
Aðalfundur félagsins kýs árlega fimm menn í stjórn félagsins og tvo menn í varastjórn skv. 21. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundur er haldinn í lok maí árlega skv. 14. gr samþykkta félagsins. Þess vegna er liðurinn stjórnarkjör á dagskrá boðaðs hluthafafundar í andstöðu við samþykktir félagsins.
Trausti Hjaltason (sign)

Njáll Ragnarsson E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir H-lista bóka.
Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi. Áður en það var gert var leitað til lögmanna bæjarins varðandi boðun til hluthafafundar og eftirfarandi svör fengust frá frá þeim.
Varðandi boðun til hluthafafundar þá kemur fram í 88. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 að til hluthafafundar sal boða lengst fjórum vikum fyrir fund, sé ekki mælt fyrir umlengri frest í félagssamþykktum og skemmst viku fyrir fund. Þá kemur fram að boða skal til funda með þeim hætti sem félagssamþykktir ákveða. Boðun skuli vera skriflega til allra þeirra hluthafa sem þess hafa óskað og skráðir eru í hlutaskrá. Í þessu tilviki er Vestmannaeyjabær einn hluthafi og hefur ekki gert sérstaka kröfu um skriflega boðun. Almennt eru lögin ófrávíkjanleg. Stjórn boðar til fundarins skv. 87. gr. laganna.

Í samþykktum kemur fram að boða skuli til aðalfundar (gildir það sama um hluthafafund) með ábyrgðarbréfi, símskeyti eða á annan sannanlegan hátt. Aðalfundi með minnst tveggja vikna fresti en hluthafafundi með eigi lengri fresti en 7 sólarhringar. Tel að tölvupóstur eigi að duga sem annan sannanlega hátt og síðan gott að óska eftir staðfestingu um móttöku. Hluthafi myndi staðfesta um móttöku.

Í ljósi þessa teljum við engan vafa á að boðað var til hluthafafundarins með lögmætum hætti. Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað.
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
5.
Til umsagnar umsókn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Lundann á þjóðhátíð - 201807057
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmananeyjum dags. 11. júlí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í tilefni af þjóðhátíð fyrir Lundann, Kirkjuvegi 21. Sótt er um leyfi fyrir sölu áfengis aðfararnótt fimmtudagsins 2. ágúst n.k. frá kl. 02:00 - 04:00 og aðfararnótt föstudagsins 3. ágúst n.k. frá kl. 02:00 - 04:00
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi og að opnunartími sé til kl. 03:00 umrædda daga og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 153 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
6.
Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi fyrir Brothers brewery á Þjóðhátíð - 201807070
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 12. júlí s.l. þar sem óskað eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í tilefni af þjóðhátíð fyrir Brothers Brewery, Vesturvegi 5. Sótt er um leyfi fyrir sölu áfengis frá 1. ágúst n.k. til 3. ágúst n.k. frá kl. 23:00 til 01:00.
Niðurstaða
Bæjarráð minnir á að umrædd veitingastarfsemi er í fjöleignahúsi og mikilvægi þess að starfsemin valdi ekki truflun á högum annarra íbúa. Í lögum um fjöleignahús nr. 26/1994. er fjallað um að stjórn húsfélags skuli semja reglur og leggja fyrir húsfund þar sem meðal annars er lagt bann við röskun á svefnfriði í húsinu frá miðnætti til 07.00 að morgni. Undanþágu frá því banni, ef einhverjar eru, skal fara með skv. 74. gr. laganna.

Í ljósi þessa veitir bæjarráð jákvæða umsögn að opið sé til miðnætis umrædda daga og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 70 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
7.
Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eldheima - 201804118
Fyrir lá erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 24. apríl s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna útgáfu endurnýjunar á rekstrarleyfis vegna reksturs veitingastaðar í Eldheimum, Gerðisbraut 10. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II með afgreiðslutíma áfengis til kl. 23:00 alla daga og útiveitingaleyfi til kl. 19:00 alla daga.
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 60 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
8.
Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi fyrir Ribsafari á þjóðhátíð - 201807043
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 9. júlí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í tilefni af þjóhátíð fyrir Ribsafari á bryggjunni þar sem Ribsafari leggur að. Sótt er um tímabundið áfengisleyfi frá 3. ágúst n.k. til 6. ágúst n.k. frá kl. 13:00 til 18:00
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 50 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
9.
Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi fyrir Pizza 67 á þjóðhátíð - 201807044
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 9. júlí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í tilefni af þjóðhátíð fyrir Pizza 67, Heiðarvegi 5. Sótt er um leyfi fyrir tímabudnu áfengisleyfi frá kl. 23:00 þann 02.08. n.k. til kl. 04:00 þann 03.08. n.k.
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að opnunartími sé til kl. 03:00 og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 50 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
10.
Til umsagnar umsókn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Prófastinn á þjóðhátíð - 201807058
Erindi frá Sýslumanninum dags. 11. júlí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímagundins áfengisleyfis í tilefni af þjóðhátíð fyrir Prófastinn, Heiðarvegi 3. Sótt er um tímabundið áfengisleyfi aðfararnótt fimmtudagsins 2. ágúst n.k. frá kl. 02:00 - 04:00 og aðfararnótt föstudagsins 3. ágúst n.k. frá kl. 02:00 - 04:00.
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að opnunartími sé til kl. 03:00 umrædda daga og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 175 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
11.
Til umsagnar umsókn vegna skoteldasýningar á þjóðhátíð - Björgunarfélagið - 201807137
Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum þar sem óskað er eftir umsögn vegna skoteldaleyfis í tengslum við Þjóðhátíð í Herjólfsdal 4 - 5 ágúst n.k.
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
12.
Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi fyrir 900 Grillhús á Þjóðhátíð - 201807064
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 11. júlí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna tækifærisleyfis i tilefni af þjóðhátíð fyrir 900 Grillhús, Vestmannabraut 23. Sótt er um tækifærisleyfi þann 3 ágúst n.k. frá kl. 17:00 - 19:00 (trúbador), 4. ágúst n.k. frá kl. 15:00-18:00 (tónleikar) og 5. ágúst n.k. frá kl. 15:00 - 18:00 (tónleikar)
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
13.
Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi við Alþýðuhúsið í tilefni af Þjóðhátíð - 201807107
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 17. júlí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í tilefni af þjóðhátíð fyrir Alþýðuhúsið, Skólavegi 21 b. Sótt er um tímabundið áfengisleyfi frá 2. ágúst n.k. til 6. ágúst n.k. frá kl. 11:00 - 20:00 (þó aðeins frá kl. 14:00 - 20:00 þann 2. ágúst.)
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 120 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
14.
Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi v/ tjalds við Eyjabakarí - 201807059
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 11. júlí s.l. þar sem óskað var eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í tilefni af þjóðhátíð fyrir Eyjabakarí, Faxastíg 36. Sótt er um tímabundins áfengisleyfis á/við Eyjabakarí frá 2. ágúst n.k. til 6. ágúst n.k. frá kl. 12:00 til 17:00
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 50 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
15.
Beiðni um umsögn vegna Þjóðhátíðarbrennu - 201805059
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar ÍBV íþróttafélags í tilefni þjóhátíðar um leyfi fyrir þjóðhátíðarbrennu. Sótt er um leyfi fyrir brennu á Fjósakletti þann 3. ágúst kl. 00:00
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að tímasetning og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
16.
Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078
Niðurstaða
Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.
17.
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 288 - 201807006F
Liður 1 Vesturvegur 25, umsókn um byggingarleyfi er til staðfestingar.
Liður 3 Goðahraun 4, umsókn um byggingarleyfi er til staðfestingar.

Fundargerðin í heild sinni kemur til staðfestingar á bæjarstjórnarfundi þann 30. ágúst n.k.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir lið 1, Vesturvegur 25, umsókn um byggingarleyfi og lið 3, Goðahraun 4, umsókn um byggingarleyfi í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 288 frá 17. júlí s.l.
 
 
 
 
                                                                                           

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159