02.08.2018

Bæjarráð - 3080

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3080. fundur
Bæjarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
2. ágúst 2018 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Njáll Ragnarsson formaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður og Trausti Hjaltason aðalmaður.
 
 
Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, Fjármálastjóri
 
 
 
Dagskrá:
 
1.
Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi til að halda þjóðhátíð í Herjólfsdal 3-6 ágúst n.k. og Húkkaraball í porti bak við Hvítahúsið 2. ágúst 2018 frá kl. 23:30-04:00 - 201805058
Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 14. maí s.l. þar sem fram kemur að ÍBV-íþróttafélag óskar eftir leyfir til að halda þjóðhátíð með hefðbundnum hætti sem hefur verið gert nær óslitið frá 1874. Undir umsögnina falla eftirtaldir viðburðir.
Húkkaraball fimmtudagskvöldið 2. ágúst n.k.
Brenna upp á Fjósakletti föstudagskvöldið 3. ágúst n.k.
Skemmtidagskrá alla dagana á hátíðarsvæði
Vínveitingarleyfi fyrir bjór- og léttvínssölu á svæðinu frá kl. 15:00 til 05:00 og leyfi til að selja strekari drykki frá kl. 22:00 til 05:00
Niðurstaða
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs með fyrirvara um útistandandi úrbætur og fresti.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi í Dalnum á kostnað leyfishafa ef þörf krefur
2.
Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078
Niðurstaða
Afgreiðsla Trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.
 
 
 
 
                                                                                           
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159