27.08.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 289

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 289. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 27. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnaeftirlits. - 201110016
Tekið fyrir erindi frá Framkvæmda- og hafnarráði dags. 16.8.2018. er varðar framtíðarhúsnæði slökkvistöðvar.
Niðurstaða
Meirihluti ráðsins felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
 
Bókun nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins:
Undirrituð eru mótfallin þeim áætlunum sem fram koma hjá meirihlutanum um að Slökkvistöð Vestmannaeyja verði komið upp austan við kyndistöðina Kröflu við Kirkjuveg og greiðum því atkvæði gegn því að henni verði fundin lóð á þessu svæði.
Við höfum fullan skilning á því að gera þarf bragarbót á húsnæðiskosti Slökkviliðs Vestmannaeyja, en við teljum ekki sterk rök fyrir því að ný slökkvistöð rísi á þeim stað sem lagt er til. Umrædd staðsetning er nálægt gróinni íbúabyggð og í nálægð við Landakirkju sem að mati undirritaðra er eðlilegt að fái að njóta sín í umhverfinu. Þá er ljóst miðað við fyrirliggjandi gögn að grunnflötur hússins yrði u.þ.b. 20x40 metrar og hæðin 9,5 metri og augljóst er að hús með grunnfleti sem er 800 fermetrar er mjög afgerandi í heildarmynd þess svæðis sem eftir á að deiliskipuleggja á malarvellinum við Löngulág. Er það til þess fallið að draga úr möguleikum þessa svæðis að mati undirritaðra. Þá má einnig benda á að horn Kirkjuvegs og Heiðarvegs ber mikinn umferðarþunga alla jafna og vart er á það bætandi.
Það er okkar mat að skoða ætti áfram aðra þá möguleika sem nefndir eru í minnisblaði um framtíðarstaðsetningu Slökkvistöðvar Vestmannaeyja og horfum við þá sérstaklega til svæðis þar sem nýtt iðnaðarsvæði kemur til með að vera, sem og þess svæðis sem stöðin er á nú eða í nálægð við það. Slíkt er með öllu talsvert inngripsminni ákvörðun heldur en sú sem meirihlutinn er að ákveða nú.
Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
Bókun meirihluta nefndarmanna
Undirrituð vísa í vinnu starfshóps skipuðum fulltrúum allra framboða sem áttu fulltrúa í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili og voru sammála um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar austan við Kyndistöð við Kirkjuveg. Undirrituð taka undir tillögu starfshópsins.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
 
 
 
2. Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir. - 201802073
Tekið fyrir að nýju frestað erindi frá 288 fundi skipulagsráðs. Júlíus Hallgrímsson óskar eftir lóðum sunnan við Áshamar 1 þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús.
Lagðar fram og kynntar hugmyndir frá Studio Halli Friðgeirs og co sem sýna mögulega útfærslu ráðhúsana.
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu til næsta fundar. Ráðið samþykkir að skipa starfshóp um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð. Ráðið leggur til að formaður ráðsins, starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs, fulltrúi frá ÍBV íþróttafélagi og fulltrúi frá rekstaraðila tjaldsvæða fundi um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð áður en farið er í frekari skipulagsvinnu.
 
 
 
3. Ofanleitisvegur 16. Fyrirspurn. - 201808132
Tekin fyrir fyrirspurn lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum lóðar nr. 16 í frístundarbyggð við Ofanleiti. Lögð fram tillöguteikning Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 16.3.2018.
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem hugmyndir lóðarhafa samræmast ekki markmiðum skipulagsins.
 
 
 
4. Ofanleitisvegur 2. Umsókn um lóð - 201801115
Lóðarhafi sækir um viðbótarfrest til að skila inn teikningum á lóð nr. 2 í frístundarbyggð við Ofanleiti.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir frest til 1.12.2018.
 
 
 
5. Búhamar. Umsókn um lóðir. - 201808060
Kristján Gunnar Ríkharðsson sækir um fjórar einbýlishúsalóðir í Búhamri sbr. innsend gögn. Þá eru lagðar fram og kynntar hugmyndir að mögulegri útfærslu húsanna.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóðum 2,6,8 og 10. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. mars 2019. Ráðið bendir á að við hönnun húsa skal taka mið af þeim húsum sem fyrir eru í Búhamri.
 
 
 
6. Birkihlíð 12. Breytt notkun. - 201808107
Alda Jóhanna Jóhannsdóttir sækir um leyfi til að staðsetja fótaaðgerðarstofu í afmörkuðu rými í kjallara íbúðarhúsnæðis að Birkihlíð 12 sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. Stapavegur 1. Umsókn um byggingarleyfi - 201808080
Valgerður Bjarnadóttir og Björgvin Björgvinsson sækja um leyfi fyrir gluggabreytingum sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
8. Kirkjuvegur 19. Umsókn um byggingarleyfi - 201808065
Slawomir Jerzy Bulga eigandi matshluta 0201 sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum og utanhúsklæðningu sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fasteign.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
9. Hólagata 30. Umsókn um byggingarleyfi - 201808058
Hafdís Snorradóttir ogFriðrik Þór Steindórsson sækja um leyfi fyrir breytingum á stigapalli og utanhúsklæðningu sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
10. Skólavegur 21B. Umsókn um byggingarleyfi - 201808115
Páll Eyjólfsson fh. húseigenda sækir um leyfi fyrir flóttaleið á austurhlið Alþýðuhússins sbr. innsenda gögn.
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
11. Míla. Umsókn um framkvæmdaleyfi. - 201808062
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja við Hásteinsveg 51-55 sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á að vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
12. Vigtartorg. Stöðuleyfi fyrir veislutjald. - 201808123
Hörður Þór Harðarson fh. Allevents ehf. sæki um stöðuleyfi fyrir 180 m2 Veislutjaldi á Vigtartorg dagana 13-17 sept. n.k. sbr. innsend gögn.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir stöðuleyfi umsótta daga.
 
 
 
13. Blái Herinn í Eyjum - 201808134
Tekið fyrir erindi frá Bláa hernum sem verður í Vestmannaeyjum 20-27. sept. nk. Blái herinn hefur frá 1995 skipulagt og framkvæmt yfir 100 hreinsunarverkefni víðsvegar um landið.
Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar um framgang málsins.
 
 
 
14. Umhverfis Suðurland - 201808156
Tekið fyrir erindi frá SASS.
Umhverfis Suðurland er áhersluverkefni sem var samþykkt í byrjun árs 2018 og var mótað út frá ályktun sem sett var saman á ársþingi SASS 2017.
Verkefnið er sameiginlegt átak sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem gengur út á öflugt hreinsunarátak þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn meiri flokkunar og endurvinnslu en nú er, auk þess sem ráðist verður í almenna tiltekt í landshlutanum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Niðurstaða
Ráðið fagnar erindinu og hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í átaksverkefninu. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að auglýsa verkefnið.
 
 
 
15. Umhverfisviðurkenningar 2018 - 201808133
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja hafa verið veitt sl. ár í samstarfi við Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Í ár verða veittar viðurkenningar í eftirtöldum flokkum:
Snyrtilegasta fyrirtækið
Snyrtilegasti garðurinn
Snyrtilegasta eignin
Vel heppnaðar endurbætur
Snyrtilegasta gatan
Niðurstaða
Ráðið felur formanni ráðsins og varaformanni, ásamt starfsmönnum sviðsins að óska tilnefninga frá bæjarbúum vegna umhverfisviðurkenninga ársins 2018, að leita liðsinnis Rótarýklúbbsins við valið og framgang málsins að öðru leyti.
 
 
 
16. Áshamar 32. Kæra til UUA nr.93/2018 - byggingarleyfi - 201807021
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála mál nr. 93/2018 dags. 2. ágúst 2018 er varðar ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja frá 12. júní 2018 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni nr. 32 við Áshamar. Þess er krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Beiðni um ógildingu byggingarleyfis var hafnað.
 
Lagt fram
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159