28.08.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 213

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 213. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

28. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2018 - 201801014

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir júlí 2018

   
 

Niðurstaða

 

Í júlí bárust 17 tilkynningar vegna 13 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Frístundastyrkur - 201611107

 

Framhald af 2. máli 212. fundar ráðsins. Fjölskyldu- og tómstundaráð fól framkvæmdastjóra sviðs að koma með nánari upplýsingar um stöðu mála áður en ráðið tekur endanlega ákvörðun um tillögu að breytingu um aldursviðmið í reglum um frístundastyrk.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir upplýsingarnar. Fulltrúar meirihlutans leggja til að gerðar verði breytingar á aldursviðmiðum reglna um frístundastyrk þannig að styrkurinn gildi frá 2ja ára aldri í stað 6 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. október nk. Það er stefna meirihlutans að betrumbæta og gera styrkinn aðgengilegri fyrir fleiri. Þetta er fyrsta skrefið í átt að þeim breytingum. Með þessum breytingum á aldursviðmiðunum er vonast til þess að samstarfsaðilar bjóði upp á skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn niður að 2ja ára aldri. Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi getur haft veigamikil forvarnaráhrif og því gott að byrja snemma að tileinka sér slíka iðju.

Bókun

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillögu meirihlutans enda fellur hún að þeim upplýsingum sem komu fram á fundinum og eru innan fjárhagsáætlunar. Við teljum þó að betra hefði verið að hækka aldurbilið upp í 18 ár til að byrja með, m.a. vegna brottfalls ungs fólks úr skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, en það má skoða fyrir fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Jafnframt viljum við ítreka efasemdir okkar um hæfi formanns ráðsins til þess að taka þátt í umræðu og ákvarðanatöku.

(Páll Marvin Jónsson og Gísli Stefánsson)

     

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159