05.09.2018

Bæjarráð - 3082

 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3082. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

5. september 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður og Trausti Hjaltason aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, Fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Rekstraryfirlit Vestmannaeyjabæjar 2018 - 201805022

 

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir bæjarráði lá rekstraryfirlit Vestmannaeyjabæjar fyrir bæjarsjóð og samstæðu frá janúar til loka júní á þessu ári. Samkvæmt yfirlitinu eru helstu tekju- og gjaldaliðir í samræmi við áætlun ársins.
Bæjarráð þakkar kynninguna.

     

2.

Gjaldskrá leikskóla - 201807086

 

Tillaga frá meirihluta fræðsluráðs um að gjaldskrá leikskóla verði aftengd vísitöluhækkunum. Þess í stað verði framkvæmdastjóra sviðsins falið að yfirfara gjaldskrá í september ár hvert og koma þannig mögulegum breytingum inn í fjárhagsáætlanagerð hvers árs. Leita skal allra leiða og tryggja að leikskólagjöld í Vestmannaeyjum fyrir 8 tíma vistun með fullu fæði verði ofan við miðju í samanburði við önnur sveitarfélög.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir tillögu Fræðsluráðs um að aftengja vísitölu á leikskólagjöldum og létta þannig álögur á barnafjölskyldur.
Við næstu fjárhagsáætlunargerð er lagt til að skoðað verði að aftengja sjálfvirkar vísitöluhækkanir á öðrum gjaldskrám bæjarins, en í staðinn verði gjaldskrár endurskoðaðar í september ár hvert í tengslum við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
Samþykkt með tveimur atkvæðum bæjarráðsmanna H- og E-lista. Bæjarráðsmaður D-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni og vísar til bókunar D-lista á síðasta bæjarstjórnarfundi.

     

3.

Stoppdagur Herjólfs haustið 2018 - 201808129

 

Fyrir bæjarráði lá erindi frá Eimskip þar sem fram kemur að stefnt er á að stoppdagur Herjólfs haustið 2018 verði þriðjudaginn 23. október 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

     

4.

Fyrirkomulag Almannavarnanefndar - 201809020

 

Vestmannaeyjabær leitaði upplýsinga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skipan Almannavarnanefnda.

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir bæjarráði lá álit Sambands íslenskra Sveitarfélaga um skipun almannavarnarnefnda. Þar segir m.a. að 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 taki mið af því að tryggja sem mesta og besta þátttöku sveitarstjórna og starfsmanna þeirra í allri meðferð mála samkvæmt lögunum. Þannig sé það skylda að nefndin sé skipuð lögreglustjóra, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórnar sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara. Í lok álits sambandsins er ráðlagt að bæjarmálasamþykkt verði breytt m.t.t. framkvæmd á skipun almannavarnarnefndar skv. fyrrnefndum lögum.
Bæjarráð þakkar álitið og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að gera drög að breytingum á bæjarmálasamþykkt sem taka mið af ráðleggingum sambandsins. Drögin verða tekin fyrir í bæjarráði.

     

5.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarstjóri fór yfir fund sem hún átti með Vegagerðinni þann 28. ágúst sl., þar sem fram kom að frekri seinkun væri á nýsmiðinni. Áætluð afhending í Póllandi er 15. nóvember nk. Væri skipið þá væntanlegt til Vestmannaeyja um mánaðarmótin nóvember/desember, en Vegagerðin álítur að enn frekari seinkun gæti orðið. Samkvæmt Vegagerðinni er staðan á Landeyjahöfn góð varðandi dýpi og áætlað er að hefja dýpkun seinni partinn í september nk.

Staðan hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf.

Punktar frá Grími Gíslasyni stjórnarmanni:

Að beiðni formanns bæjarráðs er hér stutt yfirlit yfir stöðu mála hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf.

- Grímur Gíslason og Páll Guðmundsson stjórnarmenn voru á ferð í Póllandi í síðustu viku og gerðu sér ferð til Gdynia til að skoða nýsmíði Herjólfs. Er það þeirra mat að vel megi halda á spilunum ef að áætluð afhending 15. nóvember á að ganga eftir. Þeirra trú er að allt eins megi búast við frekari seinkunum og að jafnvel fari nýja ferjan ekki að sigla milli lands og Eyja fyrr en á nýju ári.

- Unnið er að ráðningu framkvæmdastjóra og er sú vinna í ferli hjá Capacent. Stefnt er að því að framkvæmdastjóri verði ráðinn í næstu viku.

- Fjöldi umsókna barst um aðrar stöður hjá fyrirtækinu og verður tekið til við að vinna úr þeim um leið og búið verður að ráða framkvæmdastjóra.

- Verið er að vinna frumvinnu varðandi næstu skref við endurnýjun bókunarkerfis.

- Gerð skírteina og vottorða er í vinnslu og miðar vel áfram.

- Gott samstarf er við Vegagerðina varðandi eftirlit starfsmanna Vestmannaeyjaferjunni Herjólfs ohf. með smíðinni.

- Fyrstu drög að öryggismönnun skipsins liggja fyrir og verður áfram unnið að því í samvinnu við Vegagerðina að ákveða mönnun á skipinu.

     

6.

Skipan í stafshóp vegna 100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar - 201808044

 

Skipun í starfshóp vegna 100 ára afmæli kaupstaðaréttinda Vestmannaeyjabæjar 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð skipar Stefán Óskar Jónasson, Hrefnu Jónsdóttur og Arnar Sigurmundsson í umræddan starfshóp. Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mun starfa með hópnum ásamt fleiri starfsmönnum bæjarins.

     

7.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.20

 

 

  
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159