10.09.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 290

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 290. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 10. september 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir. - 201802073
Tekið fyrir að nýju frestað erindi frá 289 fundi Skipulagsráðs. Júlíus Hallgrímsson óskar eftir lóðum sunnan við Áshamar 1 þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. Lagðar fram og kynntar hugmyndir frá Studio Halli Friðgeirs og co. sem sýna mögulega útfærslu ráðhúsana.
 
Niðurstaða
Búið er að skipa starfshóp um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð. Í honum eru Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Páll Scheving ásamt framkvæmdastjóra og skipulagsfulltrúa. Hópurinn hefur hafið störf.
 
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
 
Margrét Rós Ingólfsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu og óskar bókað:
Undirrituð var formaður Umhverfis- og skipulagsráðs á fundum nr. 281 og 284 (sem haldnir voru í vor sl.) þar sem umrætt mál var tekið fyrir og voru þá allir nefndarmenn D-lista og E-lista hlynntir því að halda sig við gildandi skipulag á svæðinu. Fékk fyrirspyrjandi þau svör að beiðnin samræmdist ekki því skipulagi sem í gildi er á svæðinu. Nú hefur meirihlutinn lýst því yfir að vera tilbúinn til þess að breyta skipulaginu til þess að verða að óskum fyrirspyrjanda. Slíkt getur ekki annað en verið fordæmisgefandi fyrir aðra sem hafa verið í sömu stöðu og fengið synjanir á grundvelli þeirra skipulaga sem eru í gildi hér í sveitarfélaginu. Þá finnst mér mikilvægt að hafa í huga að umrædd lóð er í raun eina fjölbýlishúsalóðin sem eftir er á skipulagi í Vestmannaeyjum. Undirrituð er því ekki hlynnt þeim breytingum á skipulagi sem óskað er eftir.
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
Við lýsum undrun yfir að fulltrúi D-lista vilji halda sig við eldra skipulag og hafa svæðið óbreytt í stað þess að leyfa byggingu raðhúsa.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
 
 
 
2. Goðahraun 4. Umsókn um byggingarleyfi - 201807077
Tekið fyrir að nýju. Ólafur Tage Bjarnason fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. innsend gögn. Húsið sem er timburhús á einni hæð er um 200 m2 og nýtingarhlutfall er 0,24. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. Foldahraun 9-13. Umsókn um byggingarleyfi - 201809011
Tekið fyrir erindi frá Masala ehf. Ragnar Már Svansson Michelsen fh. lóðarhafa Foldahraun 9-13 sækir um leyfi fyrir að byggja fimm íbúða raðhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
4. Foldahraun 14-18. Umsókn um byggingarleyfi - 201809012
Tekið fyrir erindi frá Masala ehf. Ragnar Már Svansson Michelsen fh. lóðarhafa Foldahraun 14-18 sækir um leyfi fyrir að byggja fimm íbúða raðhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
5. Brekastígur 15A. Umsókn um lóð. - 201809015
Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Sigþór Einarsson sækja um lóð nr. 15A við Brekastíg.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. mars 2019.
 
 
 
6. Hásteinsvegur 12-14. Breyting á lóðarmörkum. - 201809035
Tekið fyrir erindi lóðarhafa að Hásteinsvegi 12 og 14. Sótt er um leyfi til að breyta lóðarmörkum sbr. innsend gögn. Byggingarfulltrúi leggur fram ný lóðarblöð fyrir lóðirnar.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. Áshamar 5-15 5R. Fyrirspurn. Bílgeymsla. - 201809037
Elías Vigfús Jensson Áshamri 5 óskar eftir afstöðu ráðsins varðar bílgeymslu við suðurgafl á raðhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu og bendir á bílskúrsreit vestan við raðhús skv. samþykktum teikningum.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
 
Bókun nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins:
Í ljósi gagna sem fylgdu umsókninni, t.d. vilyrði nágranna, hefðu undirrituð talið eðlilegt að málið hefði verið sent til frekari kynningar til fleiri hagsmunaaðila áður en til ákvörðunar kæmi.
Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
Bókun meirihluta nefndarmanna:
Mikilvægt er að halda húsalínu til að heildarsvipur glatist ekki. Það gæti skapað fordæmi sem hægt væri að vísa til.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
 
 
 
8. Hrauntún 4. Umsókn um byggingarleyfi - 201808177
Gísli Stefánsson sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
9. Skipulagsdagurinn 2018 - 201809039
Skipulagsstofnun í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir Skipulagsdeginum þann 20 sept. 2018.
 
 
Lagt fram.
 
 
 
10. Samráðsfundur um mótun umhverfis- og auðlindastefnu Suðurlands - 201809050
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga boða til fundar í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 12 september kl. 11.30
Viðfangsefni fundarins er að greina helstu tækifæri og álitamál á sviði umhverfis- og auðlindamála. Fundurinn er opin öllum og fer skráning fram á heimasíðu sass.is
 
 
Lagt fram.
 
 
 
11. Bárustígur 1. Umsókn um merkingar. Loftræsting, Ruslageymsla. - 201808176
Kári Vigfússon fh. eigenda eignar F2182607 sækir um leyfi fyrir loftræstiröri, auglýsingum og breytingum á sorpsvæði á suðurlóð sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjölbýli.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Frágangur við sorpsvæði skal vera í samráðið við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159