17.09.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 214

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 214. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

17. september 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Rauðagerði - frístundamiðstöð - 201108028

 

Heba Rún Þórðardóttir forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar á Rauðagerði kynnir starfsemina og áherslur hennar í vetur.

   
 

Niðurstaða

 

Heba Rún Þórðardóttir mætti á fundinn og kynnti starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á Rauðagerði. Fram kom í máli Hebu að í vetur verður opið fyrir börn í 5. - 10. bekk. Boðið er upp á opnunartíma fyrir 5. - 7. bekk frá kl. 16:30 - 18:30 mánudag og miðvikudag aðra vikuna en þriðjudaga og föstudaga hina. Fyrir 8. - 10. bekk er opið á kvöldin frá kl. 19:30 - 22 mánudaga og miðvikudaga aðra vikuna en þriðjudaga og föstudaga hina. Forstöðumaður er í góðu samstarfi við nemendur og starfsmenn GRV. Framundan er fjölbreytt og öflugt starf sem vonandi verður nýtt af sem flestum börnum í vetur. Ráðið þakkar kynninguna.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:04

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159