Fræðsluráð - 308
27. september 2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu:
Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Elís Jónsson varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir.
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi
Anna Rós Hallgrímsdóttir og Kolbrún Harðardóttir yfirgáfu fundinn eftir 2. mál. Áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn eftir 6. mál.
Dagskrá:
Mat á stöðu stoðkerfis GRV - 201809110 |
||
Umræður um stoðkerfi Grunnskóla Vestmannaeyja |
||
Niðurstaða |
||
Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði starfshópur sem fær það verkefni að meta stöðu stoðkerfis Grunnskóla Vestmannaeyja. Í starfshópnum munu sitja skólastjóri GRV, tveir kennarar sem skipaðir af Kennarafélagi Vestmannaeyja, fulltrúi foreldrafélagsins, formaður fræðsluráðs og fræðslufulltrúi. Áður hefur verið fjalla um úrbætur á skólastarfi meðal annars á fundi fræðsluráðs nr. 297. Er stofnun þessa hóps næsta skref í að efla skólastarf í Vestmannaeyjum. Niðurstöður hópsins skulu skilast til fræðsluráðs fyrir 15. nóvember nk. Samþykkt samhljóða. |
||
2. |
Umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna - 201809109 |
|
Umræður um umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna |
||
Niðurstaða |
||
Fræðsluráð leggur til að gert verði átak í umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna. Ráðið felur framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um slysatíðni og fjölda umferðaslysa barna hjá lögreglu. Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðsusviðs að fara þess á leit við umhverfis- og skipulagsráð að skoða m.a. merkingar gangbrauta, fjölda umferðaskilta og merkingar við gatnamót með umferðaröryggi að leiðarljósi. Samþykkt samhljóða. |
||
3. |
Þjónustukönnun leikskóla - 201808135 |
|
Framhald af 3. máli 307. fundar fræðsluráðs. |
||
Niðurstaða |
||
Fræðslufulltrúi fór yfir drög að þjónustukönnun varðandi sumarlokun leikskóla. Ráðið þakkar kynninguna og felur fræðslufulltrúa áframhaldandi vinnu við könnunina í samræmi við umræður sem fóru fram á fundinum. Samþykkt samhljóða. |
||
4. |
Starfsáætlanir leikskóla - 201212028 |
|
Starfsáætlun Sóla lögð fram |
||
Niðurstaða |
||
Helga Björk Ólafsdóttir leikskólastjóri Sóla fór yfir starfsáætlun leikskólans Sóla skólaárið 2018 - 2019. Ráðið þakkar kynninguna. |
||
5. |
Dagvistun í heimahúsum - 201105032 |
|
Umsóknir um endurnýjun dagvistunarleyfa lagðar fram. |
||
Niðurstaða |
||
Umsóknir frá Kristínu Halldórsdóttur og Söndru Gísladóttur um endurnýjun leyfa til daggæslu barna í heimahúsi að Hrauntúni 10 lagðar fram. Fræðsluráð samþykkir erindið enda uppfylla umsækjendur skilyrði reglugerðar fyrir leyfisveitingu. |
||
6. |
Ósk um styrk fyrir kostnaði við fyrirlestur - 201808105 |
|
Afgreiðsla á styrkbeiðni frá Kennarafélagi Vestmannaeyja |
||
Niðurstaða |
||
Kennarafélag Vestmannaeyja óskar eftir styrk til að standa straum af kostnaði við fyrirlestur á haustþingi félagsins. Ráðið samþykkir styrk upp á kr. 45.000,-. |
||
7. |
Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073 |
|
Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál. |
||
Niðurstaða |
||
Niðurstöður trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:52