01.10.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 291

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 291. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 1. október 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja. - 201503032
Nýtt Aðalskipulag tók gildi 24. sept. 2018 með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsstofnun staðfesti, 10. september 2018, aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035, sem samþykkt var í bæjarstjórn 15. maí 2018. Við gildistöku endurskoðaðs aðalskipulags fellur úr gildi aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014 ásamt síðari breytingum. Málsmeðferð var samkvæmt 30.-32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Niðurstaða
Lagt fram.
 
Gögn Aðalskipulagsins er að finna á heimasíðu sveitafélasins, undir skipulagsmál.
 
 
 
2. Vesturvegur 25. Umsókn um byggingarleyfi og breyting á deiliskipulagi. - 201806040
Að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga miðbæjarskipulags. Breytingartillaga fjallar um ósk lóðarhafa um heimild til að breyta byggingarskilmálum lóðar og byggja á lóðinni tveggja íbúða hús á þremur hæðum. Samanlagður gólfflötur er áætlaður liðlega 260 m2 og nýtingarhlutfall 0,9. Hámarkshæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 9,5 m. Miðað er við eitt bílastæði á íbúð innan lóðar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingartillögu skipulags.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
3. Bessahraun 3 - 3a. Umsókn um byggingarleyfi - Parhús - 201809118
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Þórður Svansson fh. Trélist ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
4. Strandvegur 109. Umsókn um byggingarleyfi - 201807128
Tekið fyrir erindi frá N1 hf. Sigurður Einarsson sækir um leyfi fyrir breytingum innra fyrirkomulagi verslunar í samræmi við innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
5. Vestmannabraut 38. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun - 201809135
Sæþór Orri Guðjónsson fh. eigenda jarðhæðar sækir um breytta notkun á rými F218-4994 úr bílgeymslu í vinnustofu. Einnig er sótt um leyfi fyrir gluggum á vestur og austurhlið sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki eiganda efri hæðar, F2184995.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki eigenda rýmis nr. F2259853
 
 
 
6. Vestmannabraut 24. Umsókn um breytta notkun. - 201809127
Hafþór Halldórsson sækir um leyfi fyrir íbúð í rými nr. F2184966.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. Brekastígur 7C. Umsókn um bílastæði á lóð. - 201809081
Tómas Bjarki Kristinsson sækir um leyfi fyrir nýjum bílastæðuum við suð-austurhorn lóðar, keyrt inn frá Bessastíg.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
 
 
 
8. Umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna - 201809109
Erindi frá 308 fundi Fræðsluráðs, erindið varðar bókun ráðsins um umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna
 
Niðurstaða
Ráðið vísar erindinu til skoðunar í umferðarhóp.
 
 
Umferðarhópur Vestmannaeyjabæjar samanstendur af Umhverfis- og skipulagsráði, fulltrúa lögreglunar, starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs auk sérfræðinga á sviðið umferðarmála.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:22
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159