04.10.2018

Bæjarstjórn - 1538

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1538. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

4. október 2018 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson forseti, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Eyþór Harðarson 1. varamaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 213 - 201808003F

 

Liður 3, Frístundastyrkur liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 3, Frístundastyrkur tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson, Eyþór Harðarson, Elís Jónsson og Trausti Hjaltason.

Bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera athugasemd við hæfi formanns ráðsins við umræðu og ákvörðunartöku málsins. Líkt og fram kemur í minnisblaði framkvæmdarstjóra fjöskyldu- og fræðslusviðs við meðferð málsins er fimleikafélagið Rán eina félagið sem er með skipulagt íþrótta- og/eða tómstundastarf fyrir 2ja til 6 ára aldur með gjaldtöku. Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þykir óeðlilegt að formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs sem jafnfram er formaður fimleikafélagsins Ránar stígi ekki til hliðar við efnislega meðferð málsins og atkvæðagreiðslu enda hefur félagið og atkvæðagreiðslu enda hefur félagið óneitanlega hagsmuni að gæta við samþykkt þess. Vönduð opinber stjórnsýsla er hornsteinn lýðræðis en þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð í þessu einstaka máli grafa undan trausti og trúverðuleika stjórnvaldsins.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Breytingatillaga
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir þau sjónarmið sem koma fram hjá fulltrúum flokksins í Fjölskyldu- og tómstundaráði og telja mikilvægt að sporna við brottfalli ungmenna úr skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, sem er mest á sienni stigum skólagöngu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum leggja því til að frístundastyrkurinn verði greiddur til foreldra barna á aldrinum 2-18 ára sem stunda skipulegt tómstundastarf. Á sama tíma verði hugað að því hvaða aðrar leiðir til að tryggja aukna þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómsstundastarfi sem er magsannað að hafi víðtækt forvarnargildi og dregur m.a. úr líkum á frávikshegðun barna og ungmenna.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Bókun:
Meirihlutinn harmar óvægnar árásir minnihlutans í ráðinu á nefndarmenn meirihlutans þar sem hæfi þeirra er ítrekað dregið í efa í bókunum frá ráðinu. Frístundasyrkur er greiddur út til foreldra barna og því engir persónulegir hagsmunir nefndarmanna í málinu sem gætu mögulega orsakað vanhæfi. Meirihlutinn vísar enn fremur breytingartillögu Sjálfstæðisflokksins til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2019.
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þá niðurstöðu sem hér er staðfest, þ.e. að meirihlutinn vilji ekki auka hag barnafjölskylda með þeim hætti sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði hér til en að mati undirritaðra er forvarnargildi slíkrar samþykktar mikið. Ráðsmenn Sjálfstæðismenn óskuðu eftir við undirbúning málsins að til þessa aldurs yrði horft við undirbúning á breyttum aldursviðmiðum en ekki varð orðið því. Miðað við minnisblað framkvæmdastjóra ráðsins myndi slík ákvörðun að öllum líkindum rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Liður 3, Frístundastyrkur var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

2.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 221 - 201809001F

 

Liðir 1 - 4 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1 - 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

3.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3082 - 201808010F

 

Liður 2, Gjaldskrá leikskóla liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3 - 7 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liður 2, Gjaldskrá leikskóla var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista. Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Liðir 1 og 3 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

4.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 290 - 201809002F

 

Liður 1, Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Foldahraun 9-13, umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 4, Foldahraun 14-18, umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 5, Brekastígur 15A, umsókn um lóð liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 7, Áshamar 5-15, 5R, fyrirspurn, bílageymsla liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2, 6 og 8-11 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 1, Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir tóku til máls: Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson og Njáll Ragnarsson.

Bókun:
Skipulagsmál eru viðkvæm og vandmeðfarin. Umrædd lóð er eina lóðin í Vestmannaeyjum sem er skilgreind á skipulagi sem fjölbýlishúsalóð. Lóðaframboð í Vestmannaeyjum er sannarlega takmörkuð auðlind og þurfa skipulagsyfirvöld að búa yfir framsýni m.t.t. húsnæðisþarfa framtíðarinnar. Undirrituð hafa í tvígang áður samþykkt fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs þar sem umsækjanda er neitað um breytingu á skipulagi í Áshamri úr fjöbýlishúsalóð í raðhúsalóð, síðast í apríl á þessu ári og greiðum gegn breytingunni.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Bókun:
Við lýsum undrun yfir að fulltrúi D-lista vilji halda sig við eldra skipulag og hafa svæðið óbreytt í stað þess að leyfa byggingu raðhúsa, enda eru engar aðrar raðhúsalóðir til ráðstöfunar innan sveitarfélagsins.
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Bókun:
Það eru engar lóðir eftir undir fjölbýlishús í bænum við þessa afgreiðslu. Hins vegar er mun auðveldara og líklegra að verði raðhúsalóðir í nýjum deiliskipulögum.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa furðu sinni á því að málið hafi verið afgreitt á fundi nr. 290 þar sem málinu var frestað á fundi nr. 289 og skipaður starfshópur um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð sem átti að koma með tillögur að lausn þeirra, áður en farið væri í frekari skipulagsvinnu. Þessi starfshópur hefur ekki skilað opinberri niðurstöðu, en málið afgreitt á fundi nr. 290 þrátt fyrir það og hafin vinna að skipulagsbreytingum á svæðinu. Liggi niðurstaða þess hóps fyrir, þá hefur hún í það minnsta ekki verið kynnt fyrir minnihlutanum.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Liður 1, Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn tveimur atkvæðum D-lista. Eyþór Harðarson D-lista situr hjá.


Liður 3, Foldahraun 9-13, umsókn um byggingarleyfi var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4, Foldahraun 14-18, umsókn um byggingarleyfi var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5, Brekastígur 15, umsókn um lóð er vísað aftur til Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja vegna formgalla við úthlutun lóðar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 7, Áshamar 5-15, 5R, fyrirspurn, bílageymsla tóku til máls: Eyþór Harðarson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Njáll Ragnarsson.

Liður 7, Áshamar 5-15, 5R fyrirspurn, bílageymsla var samþykktur með 4 atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista. Hildur Sólveig Sigurðardóttir geri grein fyrir atkvæði sínu.
Liðir 2, 6 og 8 - 11 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3083 - 201809005F

 

Liður 1, umræða um samgöngumál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna sparisjóðsins og Landsbankans liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 2 liggur fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 1, Umræða um samgöngu mál tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir og Njáll Ragnarsson.

Bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja þunga áherslu á að leitað verði allra leiða til að nýja ferjan komi til Vestmannaeyja og hefji siglingar eins fljótt og auðið er. Ánægjulegt er að Vegagerðin hafi samið við Eimskip um rekstur núverandi Herjólfs út mars á næsta ári og verði nýja ferjan tilbúin í siglingar fyrir þann tíma er það sjálfsögð krafa Vestmannaeyjabæjar að bæði skip þjóni í siglingum milli lands og Eyja þar til samningstími við Eimskip er liðinn. Varðandi útboð Vegagerðarinnar á framkvæmdum við dýpkun Landeyjahafnar leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þunga áherslu á að samningsaðili sé fullfær um að sinna dýpkunarframkvæmdum við þær krefjandi aðstæður sem eru við Landeyjahöfn og uppfylli að fullu þau ströngu skilyrði sem voru sett í útboðsgögnum. Öflugar samgöngur eru grundvallarforsenda samfélagsins í Vestmannaeyjum og er dýpi Landeyjahafnar ráðandi þáttur í samgöngum milli lands og Eyja.
Eyþór Harðarson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Bókun:
Bæjarfulltrúar meirihlutans taka undir áhyggjur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins af fyrirhuguðum dýpkunarframkvæmdum í Landeyjahöfn. Mikilvægt er að útboðsaðila geri ríka kröfu um afköst og búnað til dýpkunar við krefjandi aðstæður í Landeyjahöfn.
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)

Liður 1, Umræða um samgöngumál var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3, Endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna sparisjóðsins og Landsbankans var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 214 - 201809006F

 

Liðir 1 - 3 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1 - 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

7.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 222 - 201809004F

 

Liður 3, skil á þjóðvegum í þéttbýli liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4-6 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 3, Skil á þjóðvegum í þéttbýli tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Íris Róbertsdóttir.

Liður 3, Skil á þjóðvegum í þéttbýli var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-2 og 4-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

8.

Fræðsluráð - 308 - 201809012F

 

Liður 1, Mat á stöðu stoðkerfis GRV liggur fyrir til umræðu og staðfestingar
Liðir 2 - 7 liggja fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 1, Mat á stöðu stoðkerfis GRV tóku til máls: Íris Róbertsdóttir og Trausti Hjaltason.

Liður 1, Mat á stöðu stoðkerfis GRV var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

9.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 291 - 201809013F

 

Liður 2, Vesturvegur 25, umsókn um byggingarleyfi og breyting á deiliskipulagi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 1 og 3 - 8 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 2, Vesturvegur 25, umsókn um byggingarleyfi og breyting á deiliskipulagi tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Liður 2, Vesturvegur 25, umsókn um byggingarleyfi og breyting á deiliskipulagi var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 3 - 8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

10.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 215 - 201809014F

 

Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1 - 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.05

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159