08.10.2018

Bæjarráð - 3084

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3084. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

8. október 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður og Trausti Hjaltason aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, Fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fjárhagsáætlun ársins 2019 - 201810026

 

Forsendur og tímarammi fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar 2019 lagðar fyrir bæjarráð.

   
 

Niðurstaða

 

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að allra leiða verði leitað til að lækka álögur á bæjarbúa og horfa þar sérstaklega til fasteignaskatts. Sá skattur bitnar fast á fjölskyldufólki sem þurfa að greiða sífellt hærra hlutfall af tekjum sínum í fasteignaskatt eftir því sem eignir í kringum þau seljast á hærra verði.
Fasteignaskattur er í eðli sínu eignaskattur. Miklar hækkanir eru framundan á fasteignamati og því mikilvægt að skoða alla möguleika til að lækka álögur á húseigendur í Vestmannaeyjum, enda á það að vera kappsmál bæjarstjórnar að gæta hófs í gjaldtöku og skattheimtu á íbúanna.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar eftir því að bæjarstjóri reikni út og leggi fram á næsta fundi bæjarráðs áhrif þess á bæjarsjóð að lækka fasteignagjöld því sem nemur a.m.k. hækkun fasteignamats fyrir árið 2019.
Trausti Hjaltason (sign)

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2019

     

2.

Skýrsla um sjúkraþyrlu - 201810027

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir liggur skýrsla starfshóps velferðarráðuneytisins, dagsett í ágúst sl., um mögulega aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Stjórn SASS tekur undir sjónarmið tveggja af sjö fulltrúum í starfshópnum um að leggja til við heilbrigðisráðherra að sérstakri sjúkraþyrlu verði komið á fót, með stuttum útkallstíma (<10 mínútur) og sérhæfðum mannskap (lækni og hjúkrunarfræðingi/bráðatækni). Áætlaður kostnaður er á bilinu 500 til 880 milljónir kr. á ári eftir því hvaða þyrla yrði valin til verkefnisins og hvort einn eða tveir flugmenn yrðu í áhöfn. Stjórn SASS leggur jafnframt til að þyrlan verði staðsett á Suðurlandi.
Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að sem fyrst verði farið í tilraunverkefni þar sem þyrlur verði notaðar í sjúkraflug.

Bæjaráð Vestmannaeyja tekur undir þessa ályktun stjórnar SASS enda myndi þetta verkefni auka öryggis- og þjónustig vegna sérhæfðar bráðþjónustu fyrir Vestmannaeyjar. Í ljósi þess að viðbragðstími sjúkraflugs hefur aukist og sólarhrings skurðstofuvakt í Vestmannaeyjum hefur verið lögð af telur bæjarráð ákjósanlegt að staðsetja þyrluna í Vestmannaeyjum.

     

3.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarstjóri fór yfir upplýsingar frá Vegagerðini:
Dýpkunarskipið Galileó mun vera til taks og dýpka fram í miðjan nóvember, aðstæður í Landeyjahöfn til dýpkunar hafa ekki verið hagstæðar undanfarið. Til að auka upplýsingagjöf til bæjarbúa verða upplýsingar varðandi dýptarmælingar Vegagerðinar verða framvegis birtar á vef Vestmannaeyjabæjar. Bæjarstjóri fer á fund með Vegagerðini 10. október n.k. og bæjarráð felur bæjarstjóra að koma áhyggjum bæjarstjórnar af útboði vegna dýpkunar fyrir árin 2019 til 2021 á framfæri við fulltrúa Vegagerðarinnar. Mikilvægt er að útboðsaðili geri ríkar kröfur um afköst og búnað við krefjandi aðstæður í Landeyjahöfn.

     

4.

Skipan í samráðshóp vegna móttöku og afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - 201808045

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð skipar Andrés Þorsteinn Sigurðsson sem fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í stað Hildi Sólveigar Sigurðardóttur.

     

5.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um gistileyfi - Ofanleiti - 201804056

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 15 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

6.

Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi fyrir Akóges - 201806113

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 180 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.10

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159