10.10.2018

Almannavarnanefnd - 1801

 
Almannavarnanefnd - 1801. fundur
Almannavarnanefndar
haldinn í stjórnstöð almannavarnarnefndar við Faxastíg,
10. október 2018 og hófst hann kl. 11:00
 
 
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir formaður, Íris Róbertsdóttir varaformaður, Ólafur Þór Snorrason aðalmaður, Arnór Arnórsson aðalmaður, Adolf Hafsteinn Þórsson aðalmaður, Sigurður Hjörtur Kristjánsson aðalmaður, Friðrik Páll Arnfinnsson aðalmaður og Jóhannes Ólafsson embættismaður.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Kosning formanns og varaformanns Almannavarnanefndar - 201810122
Kosið var um formann og varaformann Almannavarnanefndar Vestmannaeyja.
Formaður: Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri
Varaformaður: Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri
 
 
2. Öryggismál Vestmannaeyjaflugvallar - 201801006
Fyrir lágu upplýsingar um endurnýjun hindrunarljósa á Heimakletti vegna flugvallarins. Á fundinum komu einnig fram áhyggjur af öryggismönnun flugvallarins og getu til að bregðast við í neyðartilfellum
 
Niðurstaða
Almannavarnanefnd hvetur ISAVIA til þess að ávallt sé gætt fyllsta öryggis fyrir flugfarþega og að mönnun flugvallar sé í samræmi við það.
 
 
3. Öryggismál Herjólfs - 201810121
Almannavarnanefnd hefur óskað eftir upplýsingum frá rekstraraðila skipsins um verkferla við flutning á hættulegum farmi í kjölfar mengunarslyss 28.10.2015 og viðbrögð við árekstrarhættu í samræmi við skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa dags. 27.04.2018 vegna árekstrarhættu 02.08.2017.
 
Niðurstaða
Nefndin felur formanni að óska eftir frekari upplýsingum um til hvaða aðgerða var gripið í ofangreindum tilvikum og hvernig verkferlum er fylgt.
 
 
4. Hættumat vegna eldgosa í Vestmannaeyjum - 201511089
Unnið er að áhættumati fyrir Vestmannaeyjar vegna eldgosa hjá Veðurstofu Íslands. Í dag kl. 13.00 verður farið yfir drögin að skýrslunni með aðstoð Ármanns Höskuldssonar og Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallafræðinga við HÍ. Í kjölfarið mun almannavarnanefnd skila athugasemdum við áhættumatið til VÍ.
 
 
5. Almannavarnanefnd, æfingaáætlun - 201801007
Fyrirhuguð er skrifborðsæfing 4.des nk. í samstafi við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
 
Niðurstaða
Nefndin felur formanni að undirbúa æfinguna.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159