15.10.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 292

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 292. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 15. október 2018 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Goðahraun 6. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810086
Guðmundur Hafþór Björgvinsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,29.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Goðahraun 8. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810085
Jón Ingvi Pétursson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,32.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
3. Goðahraun 10. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810084
Bjarki Ómarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,36.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
4. Stóragerði 4. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 201810042
Vignir Arnar Svafarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. innsend gögn. Húsið sem er um 290m2 er úr verksmiðjuframleiddum steypueingngum með flötu þaki. Nýtingarhlutfall er 0,40.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu. Ráðið óskar eftir við lóðarhafa að þakgerð hússins verði breytt m.t.t. þeirra húsa sem standa við götuna.
 
 
5. Búhamar. Fyrirspurn, hönnun einbýlishúsa. - 201808206
Tekin fyrir fyrirspurn lóðarhafa. Kristján Gunnar Ríkharðsson óskar eftir afstöðu ráðsins til innsendra teikninga af einbýlishúsum á lóðir 2, 6, 8 og 10 í Búhamri.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu og vísar til bókunar við úthlutunar lóðanna sbr. fundargerð nr. 289.
 
 
6. Áshamar 55. Umsókn um byggingarleyfi - sólstofa - 201810087
Hafþór Jónsson sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum og 17m2 sólstofu sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki annara eigenda í raðhúsi.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
7. Fífilgata 2. Umsókn um byggingarleyfi - sólhús - 201810054
Lucie Kázová sækir um leyfi fyrir stækkun á sólstofu og þaki yfir bílgeymslu sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
8. Hólagata 19. Umsókn um byggingarleyfi - 201810079
Rut Ágústsdóttir sækir um leyfi fyrir að rífa skorstein. Einnig er sótt um leyfi fyrir að einangra og klæða húsið með Canexel utanhúsklæðningu.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
9. Kleifahraun 5. Umsókn um raðhúsalóð. - 201810043
Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um raðhúsalóð nr. 5 í Kleifahrauni.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð skv. deiliskipulagi. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. apríl 2019.
 
 
10. Boðaslóð 26. Umsókn um bílastæði á lóð. - 201810044
Friðrik Benediktsson sækir um leyfi fyrir stækkun á innkeyslu sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
 
 
11. Heimaklettur. Raforkustöð. - 201810088
Ingibergur Einarsson f.h. ISAVIA ohf. sækir um leyfi fyrir raforkustöð við ljósamastur á Heimakletti sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki samþykkt fyrirliggjandi útlit og staðsetningu. Ráðið óskar eftir tillögu sem fellur betur að umhverfinu.
 
 
12. Skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð - 201810090
Formaður Skipulagsráð kynnir niðurstöður vinnuhóps um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð. Vinnuhópur var skipaður á 289 fundi ráðis.
 
Niðurstaða
Erindi frestað til næsta fundar.
 
 
13. Umhverfisviðurkenningar 2018 - 201808133
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2018 voru afhent 9. október í Pálsstofu. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum og dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ og Rótarýklúbb Vestmannaeyja yfirfór þær tilnefningar sem komu.
Viðurkenningarhafar árið 2018 eru:
Snyrtilegasta fyrirtækið: Ísfélagið
Snyrtilegasti garðurinn: Stóragerði 10, Hannes Haraldsson og Magnea Guðrún Magnúsdóttir
Snyrtilegasta eignin: Búhamar 42, Sigurður Friðriksson og Lilja Ólafsdóttir
Vel heppnaðar endurbætur: Vestmannabraut 13b, Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir
Snyrtilegast gatan: Litlagerði
 
Umhverfis- og skipulagsráð óskar þeim sem viðurkenningu hlutu til hamingju.
 
 
14. Brekastígur 15A. Umsókn um lóð. - 201809015
Erindi frá bæjarstjórn.
Liður 5 í fundargerð nr. 290, Brekastígur 15, umsókn um lóð er vísað aftur til Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja vegna formgalla við úthlutun lóðar.
 
Niðurstaða
Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:44
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159