18.10.2018

Fræðsluráð - 309

 
 Fræðsluráð - 309. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

18. október 2018 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Leó Snær Sveinsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Jarl Sigurgeirsson starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Lilja Björg Arngrímsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

  

Dagskrá:

 

1.

Þjónustukönnun leikskóla - 201808135

 

Framhald af 3. máli 308. fundar fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Farið yfir drög að þjónustukönnun leikskóla og þau samþykkt samhljóða. Könnunin verður send forráðamönnum leikskólabarna og starfsmönnum á næstu dögum.

     

2.

Framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV - 201810073

   
 

Niðurstaða

 

Fulltrúar D-listans í fræðsluráði óskuðu eftir umræðu um framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV. Rætt var hugmynd um stækkun húsnæðis Hamarsskóla með það í huga að færa lengda vistun eftir skóla (Frístundaver) og tónlistarnám (Tónlistarskóla Vestmannaeyja) auk salar, eldhúss og matsalar inn í skólann. Upprunaleg grunnmynd af Hamarsskóla gerir ráð fyrir slíka stækkun í austur af núverandi húsnæði. Umræddar hugmyndir munu hafa ákveðna hagræðingu í för með sér auk þess sem þær samræmast hugmyndum sveitarfélagsins um samræmda þjónustu við börn.

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu um framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV:

,,Húsnæðiskostur Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum er farinn að þarfnast verulegra úrbóta. Húsnæðið er orðið gamalt og aðgengi sérstaklega fyrir hreyfihamlaða ekki eins og best verður á kosið. Hamarskóla hefur gjarnan vantað matar- og samkomusal og frístundaverið hefur verið í húsnæði sem ekki var hannað fyrir starfsemi þess og þörf er á að koma í hentugra húsnæði til frambúðar og tengja það við skólann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja því til að stofnaður verði starfshópur sem skoðar kosti þess að byggja við Hamarsskóla þannig að þar rúmist starfsemi Tónlistarskólans, frístundavers og að þar verði matar- og hátíðarsalur fyrir starfsemi skólanna. Markmið hópsins verður m.a. að koma með lausnir fyrir skólana og frístundaver með það að leiðarljósi að koma á rekstrarhagræðingu, bæta aðstöðu Hamarsskóla, auka aðgengi að tónlistarnámi og koma í veg fyrir fækkun barna í tónlistarnámi, stytta vinnudag barnanna og ýta þannig undir samverustundir fjölskyldunnar og almennt gera fræðsluumhverfið aðgengilegra fyrir börn.
Hópurinn verði skipaður skólastjóra GRV og aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla, skólastjóra tónlistarskólans, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs, forstöðumanni frístundavers, formanni ráðsins, fulltrúa frá minnihluta og fulltrúa frá foreldraráði GRV.
Lagt er til að starfshópurinn skili af sér niðurstöðum fyrir lok síðari umræðna um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn."


Bókun meirihluta E og H lista: Fulltrúar meirihluta taka jákvætt í tillöguna en leggja til að afgreiðslu sé frestað til næsta fundar fræðsluráðs þannig að fulltrúar geti kynnt sér forsendur frekar.
Bókun minnihluta D lista: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að jákvætt sé tekið í erindið en harma það að ekki sé hægt að fara strax af stað í þessa mikilvægu vinnu þar sem tími fram að fjárhagsáætlunargerð er naumur.

     

3.

Starfsmannamál GRV veturinn 2018-2019 - 201810142

 

Fræðslufulltrúi fór yfir starfsmannamál GRV.

   
 

Niðurstaða

 

Skólinn er 29 kennslustundum umfram úthlutun sem jafngildir 1,1 stöðugildi. Stöðugildi stuðningsfulltrúa eru 13,3 en heimild er fyrir 12 stöðugildum. Þá er heimild fyrir 15 stöðugildum skólaliða en nýtt hafa verið 14,1.
Ráðið þakkar kynninguna og leggur áherslu á mikilvægi þess að skólinn haldi sér innan samþykktra heimilda.

     

4.

Starfsáætlanir leikskóla Vestmannaeyjabæjar. - 201310060

 

Starfsáætlun Kirkjugerðis lögð fram.

   
 

Niðurstaða

 

Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri Kirkjugerðis, fór yfir starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið 2018-2019. Ráðið þakkar kynninguna.

     

5.

Leikskólinn Kirkjugerði - 201303029

   
 

Niðurstaða

 

Í ár var farið í mikilvægar breytingar á húsnæði Kirkjugerðis og leikskólinn stækkaður um eina deild. Markmið þessarar breytinga var annars vegar að bæta kaffistofu og vinnuaðstöðu starfsmanna, koma upp stærra og betra eldhúsi, stækka leiksal barnanna og hins vegar að fjölga deildum með það í huga að geta tekið fleiri börn inn. Allar slíkar breytingar og framkvæmdir eru erfiðar og viðkvæmar þar sem framkvæmdatími er stuttur og mikilvægt að hann komi sem minnst niður á starfseminni og öryggi hennar. Því miður hafa áætlanir um framkvæmdatíma ekki staðist og verkinu ekki lokið þrátt fyrir að áætlaður verktími hafi verið um 1 - 2 mánuðir. Áhersla er á að tryggja starfsemi leikskólans og öryggi barna og hafa starfsmenn Kirkjugerðis lagt sig fram við að það sé hægt. Mikið álag er á starfsmönnum og rétt er að færa þeim sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag til að starfsemin geti gengið. Þrátt fyrir mikinn þrýsting á verktaka að klára verkið er ljóst að það klárast ekki að fullu fyrir áramótin. Á næstu tveimur vikum mun öll innanhússverk varðandi nýju leikskóladeildina, leiksal barna og kaffistofu starfsmanna ljúka en tafir verða á nýju eldhúsi og vinnuaðstöðu kennara. Gripið verður til ráðstafana með vinnustöðu kennara og stefnt að því að ljúka nýju eldhúsi og vinnuaðstöðu kennara eigi síðar en í febrúar/mars 2019. Ef frekari seinkun verður á þessum breytingum getur það haft áhrif á inntöku barna í janúar. Ráðið harmar þessa seinkun og felur framkvæmdastjóra sviðs og starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs að halda áfram að beita þrýstingi til að framkvæmdum ljúki sem allra fyrst. Ráðið biður foreldra, börn og starfsmenn afsökunar á þessum töfum en leggur áherslu á að löngu tímabærar breytingar og stækkun leikskólans mun bæta leikskólastarf skólans til muna.

     

6.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:18

 

 

 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159