01.11.2018

Bæjarráð - 3086

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3086. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

1. nóvember 2018 og hófst hann kl. 12.00 hlé var gert á fundi milli 13 og 16

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fjárhagsáætlun ársins 2019 - 201810026

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð Vestmannaeyja vísar fjárhagsáætlun 2019 til fyrri umræðu bæjarstjórnarfundar sem fram fer þann 8. nóvember nk.

     

2.

Þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2020-2022 - 201810205

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2020 ? 2022 til fyrri umræðu bæjarstjórnarfundar sem fram fer þann 8. nóvember nk.

     

3.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Samgöngumál eru eitt stærsta hagsmunamál Vestmannaeyinga. Með yfirtöku á rekstri Herjólfs, næstu tvö árin, er forræðið yfir helstu samgönguæð Vestmannaeyja við fastalandið í höndum íbúanna sjálfra. Bæjarráð harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur að undanförnu komið fram í samfélaginu um Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. Ekki er að vænta annars en að jákvæð samfélagsleg áhrif þessa verkefnis verði gríðarleg fyrir fyrirtæki í Eyjum, ferðaþjónustuna sem og íbúa alla. Sömuleiðis er mikilvægt að sem breiðust samstaða ríki um verkefnið meðal bæjarbúa.

Bæjarráð Vestmannaeyja fagnar þeirri tillögu um siglingaáætlun sem stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. hefur sett fram og taka á gildi 30. mars nk. Áætlunin er mikið framfaraspor fyrir Vestmannaeyjar og þýðir í raun að þjóðvegurinn milli lands og Eyja verður opinn frá kl. 7 á morgnanna fram undir miðnætti alla daga, en aldrei áður hefur komið fram siglingaáætlun á leiðinni milli lands og Eyja sem býður upp á slíka þjónustu.
Samþykkt af öllum fulltrúum bæjarráðs.

Bókun
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Hvatt er til eindreginnar samstöðu Eyjamanna um það mikilvæga verkefni sem að yfirtaka á rekstri Herjólfs er og lýsir yfir fullum stuðningi við verkefnið. Þá er lýst yfir stuðningi við stjórn Herjólfs ohf. og þau mikilvægu störf sem að hún vinnur að við eflingu samgangna milli lands og Eyja.
Trausti Hjaltason (sign)

     

4.

Eigendastefna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. - 201810204

 

Lögð voru fram drög að eigendastefnu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf.

   
 

Niðurstaða

 

Drög að eigendastefnu fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. voru kynnt og rædd. Unnið verður að því að ljúka við gerð eigendastefnunnar milli funda og hún lögð fyrir næsta reglulega bæjarráðsfund til samþykktar.

     

5.

Goslokanefnd 2019 - 201810025

 

Skipan goslokanefndar fyrir árið 2019

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð hefur ákveðið að skipa þær Drífu Þöll Arnardóttur, Kristínu Jóhannsdóttur, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Tinnu Tómasdóttur í umrædda nefnd. Með nefndinni munu starfa þeir Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar. Nefndin mun starfa í samráði við starfshóp sem skipaður var um 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar.

     

6.

Umræða um heilbrigðismál - 201810114

 

Á síðasta fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fund bæjarráðs vegna stöðu heilbrigiðsþjónustu í Vestmannaeyjum. Forstjórinn sá sér hvorki fært að sækja fund ráðsins, né eiga símtal um stöðu mála sökum anna. Ekki er búið að ákveða fundartíma. Hins vegar er búið að tímasetja fund í nóvember með heilbrigiðsráðherra vegna sömu mála.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að forstjóri Heilbrgiðisstofnunar Suðurlands verði við beiðni ráðsins um fund vegna stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Það skiptir máli að sá fundur verði haldinn sem fyrst og á meðan vinna við gerð fjárlaga er enn í gangi.

     

7.

Forkaupsréttur vegna Sindra VE - 201810199

 

Bæjarskrifstofunum barst erindi frá Vinnslustöðinni hf. dags 26. október s.l., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Sindra VE-60 með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar Vinnslustöðinni hf. fyrir upplýsingarnar um fyrirhugaða sölu skipsins og áréttingu um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar með vísan til laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Þar sem skipið verður selt án aflahlutdeilda telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum.

     

8.

Beiðni um umsögn vegna frv. um breytingu á vegalögum nr. 80/2007 - 201810212

 

Vestmannaeyjabæ hefur borist beiðni Alþingis um umsögn um breytingu á vegalögum nr. 80/2007, þar sem þjóðferjusiglingar eru skilgreindar sérstaklega í lögunum. Lögð voru fyrir bæjarráð drög að umsögn um frumvarpið.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð tekur undir með flutningsmönnum frumvarpsins um mikilvægi þess að gera breytingar á vegalögum til að taka af öll tvímæli um að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreininguna á þjóðvegum samkvæmt vegalögum og samþykkir drögin sem lögð voru fyrir fundinn. Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs er falið að senda umsögnina til Alþingis.

     

9.

Breytingar á skuldabréfaflokki VEST 04 1 - 201810211

 

Árið 2004 tók Vestmannaeyjabær lán að nafnvirði upp á 400 milljóna kr. í rafrænum skuldabréfaflokki sem ber nafnið VEST 04 1. Á árunum 2009 til 2012 greiddi Vestmananeyjabær inn á þetta lán fyrir 190 milljónir kr. að nafnverði. Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá fjármálastjóra um heimild til að færa niður útgáfu á þessum skuldabréfaflokki um 190 milljónir að nafnverði eða um þá upphæð sem Vestmannaeyjabær hefur greitt inn á lánið. Hagræðið sem hlýst af þessu er að vörslugjöld til vörsluaðila lækka til muna.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur fjármálastjóra að fylgja málinu eftir.

     

10.

Safnahelgin 1.-4. nóvember 2018 - 201811015

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð fagnar glæsilegri dagskrá Safnahelgi og hvetur alla bæjarbúa til að sækja viðburði helgarinnar.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159