07.01.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 296

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 296. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 7. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Stefán Óskar Jónasson vék af fundi í máli nr. 9.
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag í Áshamri. - 201901004
Skipulagsfulltrúi fer yfir skipulagsdrög ALTA. Um er að ræða nýtt deiliskipulag í Áshamri á íbúðarsvæði ÍB-4.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir kynninguna og felur Skipulagsfulltrúa framgang skipulagsvinnunar í samráði við skipulagsráðgjafa Alta ehf.
 
 
2. Hleðslulausn fyrir rafmagnsferju - 201810200
Erindi frá 226 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs.
Greipur Gísli Sigurðsson fh. Vegagerðarinnar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði fyrir nýja Vestmannaeyjaferju við Básaskersbryggju skv meðfylgjandi gögnum.
HS VEITUR munu leggja háspennustreng að búnaðinum og sækja um þann hluta en Vegagerðin setur upp annarsvegar spennahús og hleðsluturn á bryggjuna og sér um rafmagnstengingar á milli spennahúss
og hleðslustöðvar.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
3. Hlíðarvegur 2. Umsókn um byggingarleyfi - 201812077
Trausti Hjaltason f.h. Hafnareyrar ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á iðnaðarhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
4. Hlíðarvegur 2. Umsókn um stækkun lóðar. - 201812086
Þorsteinn Óli Sigurðsson f.h. Hafnareyrar ehf. sækir um stækkun lóðar sbr. innsend gögn. Fyrir liggur landslagshönnun Péturs Jónssonar landslagsarkitekts.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir stækkun lóðar og felur byggingarfulltrúa að útbúa nýjan lóðarleigusamning. Afgreiðsla erindis er skv. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 
5. Kleifar 8. Umsókn um byggingarleyfi - stoðveggir - 201901012
Björgvin Björgvinsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir stoðveggjum, girðingum og lóðarfrágangi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
6. Ofanleitisvegur 8. Umsókn um lóð - 201901018
Birgir Nielsen Þórsson og Kolbrún Anna Rúnarsdóttir sækja um lóð nr. 8 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. júlí 2019.
 
 
7. Ofanleitisvegur 9. Umsókn um lóð - 201901019
Anton Ingi Kristjánsson sækir um lóð nr. 9 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. júlí 2019.
 
 
8. Vestmannabraut 5. Umsókn um byggingarleyfi - breytt notkun. - 201901020
Halldór Hjörleifsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir breyttri nokun húsnæðis. Sótt er um leyfi fyrir íbúðum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
9. Heiðarvegur 6. Umsókn um stækkun lóðar - 201901021
Grétar Þórarinsson f.h. lóðarhafa sækir um stækkun lóðar frá lóðarmörkum að vestan frá Heiðarvegi 6 að Græðisbraut.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki heimilað stækkun lóðar þar sem deiliskipulag svæðis liggur ekki fyrir. Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að vinna deiliskipulags-lýsingu fyrir skipulagssvæði frá Norðursundi að Faxastíg.
 
 
10. Vesturvegur 40. Fyrirspurn um stækkun atvinnhúss. - 201901022
Grímur Guðnason fh. Pétó ehf. óskar eftir leyfi fyrir viðbyggingu við atvinnhús að Vesturvegi 40 sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki heimilað viðbyggingu við atvinnuhúsnæði þar sem deiliskipulag svæðis liggur ekki fyrir. Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að vinna deiliskipulags-lýsingu fyrir skipulagssvæði frá Norðursundi að Faxastíg.
 
 
11. Strandvegur 30 - Gámur - umsókn um stöðuleyfi - 201901023
Björgvin Hallgrímsson fh. Miðstöðvarinnar ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám austan megin við Miðstöðina að Strandvegi 30 í einn mánuð.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159