14.01.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 221

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 221. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

14. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Silja Rós Guðjónsdóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir yfirgáfu fundinn eftir 3 mál.

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2018 - 201801014

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir desember 2018

   
 

Niðurstaða

 

Í desember bárust 5 tilkynningar vegna 5 barna. Mál 3 barna voru til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

4.

Leiga á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja - 201510046

 

Umræður vegna breytinga á gjaldskrá Líkamsræktarstöðvarinnar ehf (Hressó) fyrir árið 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölmargar athugasemdir hafa borist Vestmannaeyjabæ vegna gjaldskrárhækkunar í upphafi árs hjá Líkamsræktarstöðinni ehf sem leigir sal í Íþróttamiðstöðinni til starfsemi sinnar. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur undir þessar athugasemdir sem snúast fyrst og fremst um óvenju mikla hækkun (um 36% hækkun) á árskorti í líkamsræktarsalinn. Ráðið beinir því til Líkamsræktarstöðvarinnar ehf að endurskoða þessa hækkun enda á engan hátt í samræmi við tilboðsgögn frá Líkamsræktarstöðinni ehf sem samningur við Vestmannaeyjabæ byggir á.

     

5.

Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019 - 201901046

 

Samtök um kvennaathvarf óskar eftir rekstrarstyrk frá Vestmannaeyjabæ

   
 

Niðurstaða

 

Kvennaathvarfið leggur fram beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2019. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir 80.000 kr. styrk.

     

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159