21.01.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 297

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 297. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 21. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarsson aðalmaður og
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag í Kleifahrauni. Skipulagsbreyting. - 201811038
Að lokinni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju breytingartillaga deiliskipulags. Tillagan fjallar um óskir lóðarhafa Kleifahrauni 5 og 9 um leyfi til að breyta byggingarskilmálum lóða og byggja á lóðunum parhús í stað raðhúsa. Samanlagður gólfflötur parhúsa er áætlaður liðlega 300 m2 og nýtingarhlutfall 0.38 til 0.42. Miðað er við tvö bílastæði á íbúð innan lóðar. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma.
 
Niðurstaða
Ráðið tekur undir sjónarmið bréfritara um að halda í raðhúsareiti beggja megin við nyrsta botnlangan í Kleifahrauni og getur því ekki orðið við erindi lóðarhafa lóðar nr. 9. varðar umsóttar breytingar. Ráðið samþykkir að öðru leyti þær breytingar sem kynntar hafa verið á lóð nr. 5 og felur Skipulagsfulltrúa framgang erindis.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Brimhólabraut 40. Umsókn um byggingarleyfi. - 201901072
Friðrik Örn Sæbjörnsson og Jóhanna Birgisdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 40 við Brimhólabraut sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að senda innsend gögn til grenndarkynningar sbr. ákvæði 44. gr. Skipulagslaga.
 
 
3. Bárustígur 11. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging. - 201901082
Sigurður Friðrik Gíslason f.h. S.B. Heilsu ehf. sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við veitingastaðinn GOTT Bárustig 11. sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki eigenda fasteignar F2182624.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
4. Bárustígur 7. Umsókn um byggingarleyfi og breytingar á lóð. - 201901060
Jóhann Guðmundsson fh. The Brothers Brewery ehf. sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum á norður- og vesturhlið, innanhúsbreytingum og skjólveggjum við lóðarmörk til norðurs sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
5. Heimagata 22. Fyrirspurn vegna lóðar. - 201901040
Gísli Ingi Gunnarsson fh. lóðarhafa óskar eftir að skipta upp lóð Heimagötu 22 sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.
 
 
6. Búhamar 14,16, 18, 20. Umsókn um lóðir. - 201901059
Kristján Gunnar Ríkharðsson sækir um einbýlishúslóðir nr. 14, 16, 18 og 20 í Búhamari.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóðum nr. 14, 16, 18 og 20. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 21. júlí 2019. Ráðið bendir á að við hönnun húsa skal taka mið af þeim húsum sem fyrir eru í Búhamri.
 
 
7. Búhamar 90. Umsókn um lóð - 201901064
Kristjana Margrét Harðardóttir og Bjarni Sigurðsson sækja um einbýlishúsalóð nr. 90 í Búhamri.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 21. júlí 2019. Ráðið bendir á að við hönnun húss skal taka mið af þeim húsum sem fyrir eru í Búhamri.
 
 
8. Ofaleitisvegur 6. Umsókn um lóð - 201901038
Margrét Birna Þórarinsdóttir og Þórður Örn Guðbjörnsson sækja um lóð nr. 6 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 21. júlí 2019.
 
 
9. Ofanleitisvegur 19. Umsókn um lóð - 201901065
Sigrún Hjörleifsdóttir sækir um lóð nr. 19 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 21. júlí 2019.
 
 
10. Ofanleitisvegur 20. Umsókn um lóð - 201901066
Guðmunda Hjörleifsdóttir og Þórður Sigursveinsson sækja um lóð nr. 20 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 21. júlí 2019.
 
 
11. Ofanleitisvegur 21. Umsókn um lóð - 201901067
Halldór Hjörleifsson f.h. H.Hjöll ehf. sækir um lóð nr. 21 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 21. júlí 2019.
 
 
12. Hásteinsvegur. Fyrirspurn vegna lóðar. - 201901068
Helgi Rasmussen Tórshamar óskar eftir afstöðu ráðsins til byggingar einbýlishúss á baklóð milli Hásteinsvegar 20 og Faxastígs 15 sbr. innsent bréfþ
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.
 
 
13. Umhverfisstofnun - vatnasvæðanefnd - 201901016
Umhverfisstofnun óskar eftir fulltrúa frá Vestmannaeyjabæ í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011.
 
Niðurstaða
Tilnefnd af Vestmannaeyjabæ eru Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159