28.01.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 222

 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 222. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

28. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðjón Rögnvaldsson 1.varamaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Húsnæðisáætlun - 201705071

 

Skv. reglugerð 1248/2018 skuldu sveitarfélög gera húsnæðisáætlanir til fjögurra ára í senn. Sveitarfélög skulu ljúka við gerð húsnæðisáætlunar í samræmi við reglugerð þessa ekki síðar en 1. mars 2019, en fyrir fundinum liggur húsnæðisáætlun Vestmannaeyjabæjar 2019-2023.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

     

4.

Ósk um samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa - 201901140

 

Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um greiðslur gistináttagjalds fyrir árið 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um málefni heimilislausra og tekur undir það sem kemur fram í 1. gr. samningsdraga, þ.e. að rétt sé að málefni þeirra einstaklinga sem um ræðir séu til virkrar meðferðar hjá viðkomandi lögheimilissveitarfélagi. Fjölskyldu- og tómstundaráð telur hins vegar mikilvægt að hvert mál sé unnið á einstaklingsgrundvelli enda eru aðstæður einstaklinga sem leita til neyðarathvarfanna mjög misjafnar. Eðlilegt er að viðkomandi sé leiðbeint með og þeir aðstoðaðir við að sækja um fjárhagsaðstoð ef þörf er á og því mikilvægt að hvert mál sé unnið í fullri samvinnu Vestmannaeyjabæjar og Reykjavíkurborgar hverju sinni.
Af þeim sökum sér Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja sér ekki fært að rita undir umrædd samningsdrög en starfsmenn nefndarinnar eru tilbúnir til ráðgjafar og samvinnu í málefnum einstaklinga með lögheimili í Vestmannaeyjum sem til neyðarathvarfanna kunna að leita. 

     
  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159