30.01.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 228

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 228. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
30. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Hafþór Halldórsson sátu fundinn undir 1.máli.
Friðrik Páll Arnfinnsson sat fundinn undir 2.máli.
 
Dagskrá:
 
1. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Alta kynnir tillögu að matsáætlun vegna brennslu og orkunýtingarstöðvar. Fram kom að tillaga að matsáætlun er tilbúin til kynningar.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun. Ráðið samþykkir jafnframt að auglýsa tillöguna og felur starfsmönnum að undirbúa opin íbúafund þar sem farið verði yfir innhald tillögunnar.
 
 
2. Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2018 - 201901155
Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri kynnir ársskýrslu Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2018
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
3. Endurnýjun á gatnalýsingu - 201901154
Framkvæmdastjóri kynnti nýjungar í gatnalýsingu en LED lampar hafa tekið við af hefðbundnum gatnalömpum.
 
 
4. Eyjahraun 1 viðbygging 2017 - 201702053
Fyrir liggur verkfundagerð no.8 frá 17.janúar 2019.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159