31.01.2019

Bæjarstjórn - 1542

 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1542. fundur
Bæjarstjórnar Vestmannaeyja
haldinn í Einarsstofu safnahúsi,
31. janúar 2019 og hófst hann kl. 18:00
 
 
Fundinn sátu:
Elís Jónsson forseti, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Íris Róbertsdóttir aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður og Eyþór Harðarson 1. varamaður.
 
Fundargerð ritaði: Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri
 
Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum dagskrámálið Umræða um fyrirhugaðar breytingar á Sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
Dagskrá:
 
1. Fjölskyldu- og tómstundaráð - 220 - 201812005F
Liðir 1 - 3 liggja fyrir til staðfestingar
 
Niðurstaða
Liðir 1 - 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum
 
 
2. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 295 - 201812003F
Liður 3, Stóragerði 4, Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liðir 1 - 2 og 4 - 14 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Liður 3, Stóragerði 4, umsókn um byggingarleyfi-einbýlishús var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Liðir 1-2 og 4-14 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
3. Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 226 - 201812002F
Liðir 1 - 8 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
4. Bæjarráð Vestmannaeyja - 3089 - 201812008F
Liður 1, Niðurfelling fasteignaskatts liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liður 6, Umræða um heilbrigðismál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liðir 2 - 5 og 7 - 9 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 1, Niðurfelling fasteignaskatts tóku til máls: Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson og Helga Kristín Kolbeins.
 
Bókun frá bæjarfulltrúm D-lista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með gjaldskrárbreytingar fasteignagjalda eldri borgara, sem verið er að keyra í gegn og nær án kynninga fyrir hópinn sem breytingarnar ná til.
Meirihluti bæjarstjórnar hefur sakað Sjálfstæðisflokkinn um lögbrot vegna niðurfellingar fasteignagjalda eldri borgara. Við viljum ítreka þá skoðun okkar að réttast hefði verið að láta dómstóla skera úr um lögmæti niðurfellingar fasteignagjalda á 70 ára og eldri.
Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs, eiga gjöld við sorphirðu að standa undir kostnaði. Ef fylgja á þeim lögum er viðbúið að þessi aðgerð verði á endanum til að auka kostnað íbúa undir 67 ára vegna sorphirðu.
Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst bagalegt að þessi ákvörðun hafi ekki verið kynnt eldri borgurum með viðeigandi hætti. það getur reynst erfitt að bregðast við útgjöldum sem ekki eru fyrirséð.
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarsón (sign)
  
Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista.
Meirihluti bæjarstjórnar fagnar því að hægt sé að koma á móts við eldri borgara 67 ára og eldri með því að veita myndarlegan afslátt af fasteignagjöldum með löglegum hætti. Afslátturinn nýtist nú töluvert fleiri fasteignaeigendum en áður og kjörnir fulltrúar hljóta að fagna því að hægt sé að koma til móts við og létta undir með svo mörgum eldri borgurum og öryrkjum.
Heildarafsláttur veittur fyrir árið 2018 nam 55,3 m.kr., en heildarafsláttur fyrir árið 2019 nemur 64 m.kr. Heildarafsláttur hefur því aukist um 15,6% með þeim breytingum sem nú er verið að gera.
Heildarfjöldi afsláttarþega árið 2018 voru 283, en í ár eru þeir 429. Fjölgun þeirra sem njóta afsláttar í einhverju formi hefur því aukist um rúmlega 50%.
Varðandi eldri borgara, þá njóta nú 374 aðilar afsláttar, sem eru mun fleiri einstaklingar en árið 2018.
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
 
Liður 1, Niðurfelling fasteignaskatts var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.
 
Við umræðu um lið nr. 6, Umræða um heilbrigðismál tóku til máls: Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir og Njáll Ragnarsson.
 
Sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa.
Ánægjulegt er að læknum búsettum í Vestmannaeyjum sem starfa á HSU fari fjölgandi og óskandi að sú jákvæða þróun haldi áfram. Nauðsynlegt er jafnframt að sú grunnþjónusta
sem boðið hefur verið upp á hingað til verði áfram til staðar. Þjónusta augnlæknis og sónarþjónusta verði í boði en óviðunandi skortur á þessari þjónustu veldur kostnaðarauka og óþægindum fyrir íbúa. Bæjarstjórn skorar á þingmenn og heilbrigðisráðherra að bregðast hið fyrsta við óásættanlegri stöðu hvað sjúkraflug varðar en slíkt hefur ekki verið gert þrátt fyrir svarta skýrslu ríkisendurskoðunar frá 2013 hvað málið varðar. Bráðaþjónustu þarf að efla í sveitarfélaginu til að öryggi íbúa verði tryggt eftir fremsta megni. Bæjarstjórn skorar einnig á heilbrigðisráðherra að nýta tækifærin í tækninni og stórefla fjarheilbrigðisþjónustu en slíkt er líklegt til að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, draga úr kostnaði og bæta almenn lífsgæði og heilsufar íbúa.
Yfirmenn HSU og þingmenn kjördæmisins eru hvattir til að beita sér fyrir bættu aðgengi íbúa
í Vestmannaeyjum að heilbrigðisþjónustu.
Njáll Ragnarsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Elís Jónsson (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
 
Liður 6, Umræða um heilbrigðismál var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Liðir 2-5 og 7-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
5. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 296 - 201812009F
Liður 2, Hleðslulausn fyrir rafmagnsferju liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liðir 1 og 3 - 11 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Liður 2, Hleðslulausn fyrir rafmagnsferju var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Trausti Hjaltason vék af fundi á meðan atkvæðagreiðsla fór fram um lið 3, Hlíðarvegur 2, umsókn um byggingarleyfi og lið 4, Hlíðarvegur 2, umsókn um stækkun lóðar.
Liðir 3 og 4 voru samþykktir með sex samhljóða atkvæðum. 
Liðir 1 og 5-11 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
6. Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 227 - 201901001F
Liður 1, Sorphirða og sorpeyðing liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liðir 2 - 5 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 1, Sorphirða og sorpeyðing tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Eyþór Harðarson, Njáll Ragnarsson og Elís Jónsson.
 
Bókun:
Bæjarstjórn tekur undir bókun Framkvæmda- og hafnaráðs frá 8. janúar sl. um stöðu mála á sorphirðu.
Sorphirðan gekk ekki samkvæmt áætlun um hátíðarnar sem er ákaflega bagalegt á þessum mikla álagstíma. Áréttar bæjarstjórn að mikilvægt sé að þjónusta sem þessi sé alltaf í lagi og að unnið sé í samræmi við samning.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
 
Liður 1, Sorphirða og sorpeyðing var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Liðir 2-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
7. Fjölskyldu- og tómstundaráð - 221 - 201901004F
Liðir 1 - 5 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
8. Bæjarráð Vestmannaeyja - 3090 - 201901002F
Liður 2, Umræða um samgöngumál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liður 4, Umræða um úttekt á framkvæmdum liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liðir 1, 3 og 5-6 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 2, Umræða um samgöngumál tóku til máls: Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir Elís Jónsson.
 
Sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa.
Dýpkun í Landeyjahöfn er mikið í umræðunni enda höfnin lokuð og ekki verið að dýpka þrátt fyrir fögur fyrirheit og ágætar aðstæður.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælti harðlega þegar Vegagerðin tók ákvörðun um að semja við nýjan aðila um dýpkun hafnarinnar til næstu 3ja ára.
Að ósk Vestmanneyjabæjar var boðin út febrúardýpkun í Landeyjahöfn, tilboðum í þá dýpkun var öllum hafnað. Í framhaldinu var tekin ákvörðun innan Vegagerðarinnar reyna að semja við þann sem var næst kostnaðaráætlun og
standa þær samningaviðræður yfir.
Bæjarstjórn hvetur til þess að samningar verið kláraðir fljótt og
vel svo hægt verði að dýpka og opna höfnina.
Trausti Hjaltason (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign) 
Liður 2, Umræða um samgöngumál var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
 
Við umræðu um lið nr. 4, Umræða um úttekt á framkvæmdum tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins, Njáll Ragnarsson, Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir og Eyþór Harðarson.
 
Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ósammála því að úttekt hafi verið sett af stað vegna framkvæmda í Fiskiðjunni, án þess að bæjarstjórn hafi fjallað um málið. Meirihluti bæjarstjórnar með bæjarstjóra í fararbroddi tekur sér það vald að fullnaðarafgreiða mál sem var ekki einróma samþykkt í bæjarráði en slíkt brýtur gegn 30. og 49. grein bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar og þ.a.l. 42. grein sveitastjórnarlaga sem kveður á um framsal sveitarstjórnar á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála
Harma bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þau vinnubrögð og ætlast til að góðir stjórnsýsluhættir séu viðhafðir við stjórn bæjarfélagsins. Eðlilegast hefði verið að þeir starfsmenn sem bærinn hefur yfir að ráða, sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á framkvæmdum og reikningshaldi hefðu yfirfarið verkið og gefið skýrslu um það. Ef sú athugun hefði gefið tilefni til nánari skoðunar, þá væri réttlætanlegt að stofna til kostnaðarsamrar úttektar sem þessa eftir umfjöllun í bæjarstjórn.
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
 
Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista.
Meirihluta bæjarstjórnar ítrekar bókun sína úr bæjarráði. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vandi áætlunargerð eins og fremst er kostur. Úttekt vegna Fiskiðjunar snýst ekki síst um að fá yfirsýn yfir það verklag sem bærinn hefur við slíkar framkvæmdir og hvort hægt sé að bæta það til að koma í veg fyrir miklar framúrkeyrslur.
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
 
Liður 4 var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista. 
Liðir 1, 3 og 5-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum
 
 
9. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 297 - 201901003F
Liður 1, Deiliskipulag í Kleifahrauni, skipulagsbreyting, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liður 3, Bárustígur 7. Umsókn um byggingarleyfi og breytingar á lóð, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liðir 2 og 4-13 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Liður 1, Deiliskipulag í Kleifarhrauni-skipulagsbreyting var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Liður 3, Bárustígur 7, Umsókn um byggingarleyfi og breytingar á lóð, var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Liðir 2 og 4-13 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
10. Fjölskyldu- og tómstundaráð - 222 - 201901010F
Liðir 1 - 4 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
11. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 298 - 201901008F
Liður 4, Deiliskipulag í Áshamri liggur fyrir til umræðu og staðfetingar. 
Liður 5, Deiliskipulag H-1 Skipulagsbreyting - Strandvegur 14A og 18 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liður 6, Ofanleitisvegur, Breytt deiliskipulag, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
Liðir 1 - 3 liggja fyrir til staðfestingar.
 
Niðurstaða
Liður 4, Deiliskipulag í Áshamri var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Liður 5, Deiliskipulag H-1 Skipulagsbreyting - Strandvegur 14A og 18 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Liður 6, Ofanleitisvegur, breytt skipulag var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 
Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
12. Staða flugsamgangna við Vestmannaeyjar - 201901149
 
Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson og Trausti Hjaltason og Elís Jónsson.
 
Sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa.
Staða flugsamgangna við Vestmannaeyjar hafa verði í umræðunni undanfarið, fram hefur komið að drag eigi úr þjónustu.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur fram eftirfarandi bókun, sem er samhljóma bókun sveitastjórnar Norðurþings frá 22. janúar 2019:
Bæjastjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af því ef Flugfélagið Ernir þarf að bregðast við vanda félagsins með fækkun áætlunarferða til Vestmannaeyja og Húsavíkur. Brýnt er að fundin verði lausn á þeirri stöðu sem uppi er.
Til framtíðar er brýnt að búið verði þannig um hnútana af hálfu ríkisins að rekstrarumhverfi flugfélaga í innanlandsflugi
verði eflt með auknum framlögum á fáfarnari leiðum, auk t.d. upptöku á svokallaðri skoskri leið eins skjótt og verða má. Sú leið mun auðvelda íbúum landsbyggðanna að taka flugið, svo um munar, á sama tíma og það treystir
innanlandsflugið í sessi sem raunverulegan samgönguvalkost í landinu. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
 
 
13. Siðareglur kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar - 201505010
 
Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Elís Jónsson, 
Siðareglur kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar er vísað til Bæjarráðs Vestmannaeyja. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
14. Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 201806101
 
Niðurstaða
Leó Snær Sveinsson er skipaður varamaður í Framkvæmda- og hafnarráð í stað Guðlaugs Ólafssonar sem flutt hefur lögheimili sitt frá Vestmannaeyjum. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
15. Umræða um fyrirhugaðar breytingar á sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum - 201901166
 
Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Trausti Hjaltason og Njáll Ragnarsson.
 
Sameiginleg bókun bæjarfulltrúa.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótælir harðlega þeirri ákvörðun
dómsmálaráðherra að fella sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum undir
sýslumanninn á Suðurlandi. Augljóslega væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa
ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í
Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elis Jónsson (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
 
Næsti fundur bæjarstjórnar er 14. febrúar n.k. og er það hátíðarfundur í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:52
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159