06.02.2019

Fræðsluráð - 312

 
 Fræðsluráð - 312. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

6. febrúar 2019 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Leó Snær Sveinsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Jarl Sigurgeirsson starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Lilja Björg Arngrímsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Einnig mætt: Thelma Hrund Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.

Framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV - 201810073

 

Framhald af 3. máli 310. fundar fræðsluráðs frá 19. nóvember 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fræðsluráðs, forsvarsmönnum GRV, Tónlistarskólans, Frístundavers og Víkurinnar vinnuna við gerð skýrslunnar og þakkar fyrir kynninguna og umræður. Mál þetta er stórt og viðamikið og mikilvægt að það fái góðan og vandaðan undirbúning til að hægt sé að taka yfirvegaða og skýra ákvörðun. Ráðamenn mun gefa sér tíma til að ræða málið fram að næsta fundi til að koma með tillögur um framhald málsins.

Bókun D lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs fyrir vandað minnisblað og góða yfirferð. Samkvæmt minnisblaði sem liggur fyrir er augljóst að kostir viðbyggingar við Hamarsskóla eru ótvíræðir bæði hvað varðar rekstrarhagræði, styttingu boðleiða og aukið hagræði fyrir börn og foreldra ásamt mikilli samþættingu skólastarfsins. Rými þeirrar starfsemi sem um ræðir í dag er nægilega mikið eins og er en þarfnast þó verulegra úrbóta líkt og kemur fram í minnisblaðinu. Það er því nauðsynlegt að tekin sé afstaða til þess hvort að fara eigi í að byggja við Hamarsskóla eða þá fara í úrbætur á þeim þremur byggingum sem fyrir eru.

Tillaga D lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að viðbygging við Hamarsskólann sé skynsamleg og metnaðarfull og leggja til að nú þegar verið farið í kostnaðargreiningu og forhönnun viðbyggingar með það að markmiði að innan veggja skólans rúmist lengd viðvera grunnskólanema, starfsemi Tónlistarskóla Vestmannaeyja, hátíðarsalur og stórbætt aðstaða mötuneytis. Leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslu á að þeirri vinnu verði lokið eigi síðar en í vor.
Silja Rós Guðjónsdóttir (sign.) og Ingólfur Jóhannesson (sig.)

Tillaga H og E lista:
Lagt er til að tillögu minnihluta D lista verði frestað til næsta fundar. Arna Hulda Sigurðardóttir (sign.) Leó Snær Sveinsson (sign.) og Aníta Jóhannsdóttir (sign.) Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.

     

2.

Staða daggæslumála í heimahúsum. - 201811080

 

Daggæsla í heimahúsum.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu daggæslu í heimahúsum. Laus pláss eru hjá öllum dagforeldrum og eftirspurn eftir plássi á næstu mánuðum lítil. Ráðið þakkar kynninguna.

     

3.

Skýrsla með niðurstöðum ytra mats á leikskólanum Sóla Vestmannaeyjabæ. - 201901054

 

Kynning á skýrslu með niðurstöðum ytra mats á leikskólanum Sóla.

   
 

Niðurstaða

 

Helga Björk Ólafsdóttir, leikskólastjóri Sóla, kynnti helstu niðurstöður úr ytra mati MMS á leikskólanum og drög að umbótaáætlun sem unnið er að út frá niðurstöðum skýrslu. Ráðið þakkar kynninguna og fagnar því hve vel matið kom út. Leikskólastjóra er falin eftirfylgni úrbóta í samvinnu við skólaskrifstofu.

     

4.

Gjaldskrá leikskóla - 201807086

 

Umræður um gjaldskrá leikskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Umræður um gjaldskrá leikskóla í ljósi könnunar ASÍ um verðmun á leikskólagjöldum sveitarfélaga milli áranna 2018 og 2019. Ráðið vekur athygli á að dagvistunargjaldið hækkaði ekki um áramótin en fæðisgjaldið hækkaði um 3%. Sú hækkun sem kemur fram í skýrslu ASÍ kemur til vegna vísitöluhækkunar sem varð um mitt ár 2018.

     

5.

Innritunar- og innheimtureglur leikskóla Vestmannaeyjabæjar - 201103090

 

Breytingar á innritunar- og innheimtureglum leikskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Lagðar voru til nokkrar breytingar á innritunar- og innheimtureglum leikskóla. Meðal breytinga er verið að skerpa á reglum um aðalval foreldra og varaval á leikskóla. Ef ekki er valinn varaleikskóli er litið svo á að aðalval komi einungis til greina. Breyting er einnig varðandi gjaldskrárhækkanir á leikskóla en gjaldskráin mun einungs taka breytingum í upphafi árs í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar. Ráðið samþykkir breytingarnar.

     
 

Jarl Sigurgeirsson yfirgaf fund eftir 1. mál.

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159