11.03.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 225

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 225. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

11. mars 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Fundargerðir Öldungaráð Vestmannaeyjabæjar - 201902114

 

Fundargerð Öldungaráðs nr. 1 frá 21. febrúar 2019 kynnt

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið fagnar því að búið sé að stofna Öldungaráð en það er formlegur samráðsvettvangur þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Öldungaráð kemur í stað þess sem var kallað þjónustuhópur aldraðra. Ráðið fór yfir fundargerð fyrsta fundar Öldungaráðs frá 21. febrúar sl. og mun taka þær ábendingar sem þar kom fram til íhugunar og meðhöndlunar.

     

4.

Heilsuefling fyrir eldri borgara - 201811022

 

Upplýsingar um stöðu máls

   
 

Niðurstaða

 

Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var ákveðið að taka þátt í Janus heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri. Þá var gert ráð fyrir 8 milljónum í verkefnið. Unnið er að samningi við Janus heilsueflingu um að verkefnið verði kynnt nú á vordögum fyrir íbúa Vestmannaeyja sem tilheyra þessum aldurshópi og áætlað er að verkefnið hefjist í haust. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi þátttakenda sé 50 en að kröfu Janusar er gert ráð fyrir 80 þátttakendum. Huga þarf að auknum fjölda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Ekki þarf að gera ráð fyrir auknum fjárheimildum fyrir árið 2019 þar sem verkefnið fer seinna af stað en áætlað var. Gera þarf ráð fyrir viðbótarfjárhæð við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

     

5.

Þjónustuíbúðir fyrir aldraða - 201610073

 

Drög að reglum vegna nýrra þjónustuíbúða í Eyjahrauni 1 lagðar fram til kynningar og samþykktar.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið fagnar því að nú styttist í að hægt sé að taka nýjar þjónustuíbúðir við Eyjahraun 1 til notkunar. Ráðið samþykkir þær reglur um þjónustuíbúðirnar sem lagðar voru fram á fundinum.

     

6.

Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar - 200804058

 

Kynning á fyrirkomulagi Vinnuskóla 2019

   
 

Niðurstaða

 

Ráðinu kynnt tillaga að fyrirkomulagi vinnuskólans sumarið 2019. Ráðið samþykkir laun, sem og vinnutíma og vinnutímabil. Foreldrum barna í árgöngum 2003 - 2005 verður sent kynningarbréf á næstu dögum.

     

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159