09.04.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 303

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 303. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 8. apríl 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Hásteinsvegur 21. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging. - 201904014
Sigurður G Þórarinsson sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
2. Herjólfsdalur. Umsókn um framkvæmdaleyfi. - 201903133
Dóra Björk Gunnarsdóttir fh. ÍBV-Íþróttafélags óskar eftir leyfi til að steypa stoðveggi undir hljóskúr í Herjólfsdal sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem framkvæmdir eru ekki í samræmi við skipulag svæðis.
 
3. Fjólugata 8. Stækkun á bílastæði - 201904034
Helen Dögg Karlsdóttir sækir um leyfi fyrir stækkun á bílastæði sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
4. Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ - 201604099
Umræður um tillögu skipulagsins á vinnslustigi.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir kynninguna og felur Skipulagsfulltrúa framgang skipulagsvinnunar í samráði við skipulagsráðgjafa Alta ehf.
 
5. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. - 201901070
Umræður um tillögu skipulagsins á vinnslustigi.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir kynninguna og felur Skipulagsfulltrúa framgang skipulagsvinnunar í samráði við skipulagsráðgjafa Alta ehf.
 
6. Dalfjall. Göngustígur - styrkur. - 201904090
Páll Scheving Ingvarsson ritar ráðinu bréf þar sem bent er á slæmt ástand gönguleiðar vestantil á Dalfjalli. Jafnframt óskar bréfritari eftir styrk til að halda áfram vinnu við úrbætur á þessari vinsælu gönguleið.
 
Niðurstaða
Ráðið tekur undir með bréfritara. Ráðið samþykkir erindið og felur umhverfis- og framkvæmdasviði framgang málsins.
 
7. Afmælisnefnd - Umhverfisátak 2019 - 201904091
Tekið fyrir bréf frá afmælisnefnd sem starfar í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmælis Vestmannaeyjabæjar.
Afmælisnefnd óskar eftir að haldin verði sameiginlegur fundur er varðar átak í umhverfismálum.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að boða til fundar.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159