11.04.2019

Bæjarráð - 3097

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3097. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

11. apríl 2019 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, varamaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Trausti Hjaltason boðaði forföll.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 - 201904097

 

Lögð voru fram drög að ársreikningi fyrir Vestmannaeyjabæ fyrir árið 2018. Á fundinn mættu endurskoðendur frá KPMG, sem bærinn hefur samið við um vinnslu ársreikningsins, og fóru yfir drögin. Samkvæmt þeim sýnir ársreikningurinn sterka stöðu bæjarsjóðs.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar endurskoðendum KPMG fyrir yfirferðina og vísar ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnanna vegna ársins 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðar í dag.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159