11.04.2019

Bæjarstjórn - 1546

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1546. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

11. apríl 2019 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson forseti, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður og Eyþór Harðarson 1. varamaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

Leitað var eftir því með afbrigðum að taka inn fundargerð bæjarráðs nr. 3097 frá því fyrr í dag og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3097 - 201904009F

 

Liður 1, Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

2.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 - 201904097

   
 

Niðurstaða

 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafði framsögu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hans. Við umræðu um ársreikninginn tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Eyþór Harðarson.

Bókun
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar þá miklu vinnu sem farið hefur í undirbúning og vinnu við gerð ársreikninga 2018. Ársreikningarnir gefa góða sýn af þeirri styrku og ábyrgu fjármálastjórn sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hefur undanfarinn rúma áratug lagt mikla vinnu í að knýja fram og er grundvöllur þeirrar sterku rekstrarlegu stöðu sem Vestmannaeyjabær býr að og gefur sveitarfélaginu möguleika til vaxtar og þjónustuaukningar.

Um leið og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka forverum okkar og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þau ósérhlífnu störf sem hafa skapað þessar eftirsóknaverðu aðstæður sveitarfélagsins, hvetja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meirihlutann eindregið til að sýna ráðvendni í rekstri, koma í veg fyrir þenslu, hagræða þar sem möguleikar eru á og nýta fjármagnið sem íbúar samfélagsins fela okkur bæjarfulltrúum til að útdeila þeim til öflugrar þjónustu á sem allra hagkvæmastan máta og halda áfram þeirri vegferð sem viðhöfð hefur verið síðastliðin 12 ár.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)


Bókun
Meirihluti bæjarstjórnar fagnar niðurstöðum ársreiknings Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018. Ljóst er að staða bæjarsjóðs er góð og skuldahlutföll hagstæð. Rekstrarniðurstaða A-og B- hluta gefur tilefni til bjartsýni. Ýmsar blikur eru á lofti fyrir núverandi rekstrarár og þar af leiðir að aðhalds þarf að gæta við ráðstöfun almannafjár en ársreikningurinn sem nú er framkomin ber þó með sér að svigrúm sé til staðar til þess að bæta þjónustu við bæjarbúa enn frekar.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)

Forseti bæjarstjórnar Elís Jónsson las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans:


a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2018:


Afkoma fyrir fjármagsliði kr.                                         173.057.000
Rekstrarafkoma ársins kr.                                           341.274.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                           11.077.683.000
Eigið fé kr.                                                                 6.126.700.000


b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.                                        134.617.000
Rekstrarafkoma ársins kr.                                             154.497.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                              1.959.893.000
Eigið fé kr.                                                                  1.751.703.000


c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.                                            9.518.000
Rekstrarafkoma ársins kr.                                                              0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                 321.609.000
Eigið fé ( - neikvætt) kr.                                               -100.188.000


d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.                                           46.183.000
Rekstrarafkoma ársins kr.                                               27.692.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                   682.995.000
Eigið fé kr.                                                                      299.994.000e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr.                          -33.779.000
Rekstrarafkoma ársins kr.                                                                0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                   249.051.000
Eigið fé kr.                                                                         29.806.000


g) Ársreikningur Vatnsveitu 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.                                                             0
Rekstrarafkoma ársins kr.                                                                 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                    400.000.000
Eigið fé kr.                                                                                         0


h) Ársreikningur Vestmannaeyjaferjunar Herjólfs ohf:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr.                               -27.130.000
Rekstrarafkoma ársins kr.                                                    -25.555.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                        135.578.000
Eigið fé kr.                                                                           124.445.000

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Vestmannaeyjabæjar 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

     

 

 

 

 

3.

Bæjarráð Vestmannaeyja - Aukafundur - 201904008F

 

Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

     

4.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3096 - 201903017F

 

Liður 11, Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-10 og 12-13 Liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 11, Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Helga Kristín Kolbeins, Íris Róbertsdóttir og Eyþór Harðarson.

Liður 11, Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-10 og 12-13 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 227 - 201904004F

 

Liður 4, Úttekt á rekstri Hraunbúða liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5-6 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu á lið nr. 4, Úttekt á rekstri Hraunbúða tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins, Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson, Eyþór Harðarson og Elís Jónsson.

Bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja tekur undir bókun fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 8. apríl sl. Skýrsla um rekstur Hraunbúða er vel unnin og hægt er að nota hana til að gera ýmsar breytingar á rekstrinum til þjónustuaukningar og jafnframt hagræðingar á Hraunbúðum. Ánægjulegt er að mönnun á heimilinu sé í góðum málum og að heimilismönnum líði þar vel sem er aðalatriðið.
Útkomin skýrsla er því þarft gagn í áframhaldandi vinnu við að bæta þjónustu á Hraunbúðum í þágu bæði heimilismanna og starfsfólks. Ráðstöfun fjármuna til að gera slíka skýrslu hefur hér verið vel varið.
Njáll Ragnarsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)

Bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með þá niðurstöðu úttektarinnar að Hraunbúðir séu vel mönnuð stofnun. Þá er ekki einungis átt við stöðugildi, heldur einnig hversu öflugu starfsfólki stofnunin býr yfir. Slíkt er ómetanlegt á stofnun eins og Hraunbúðum.

Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að unnið sé úr þeim ábendingum sem fram koma í úttektinni. Þar sem ekki kemur fram í bókun Fjölskyldu- og tómstundaráðs hvað skuli gera í framhaldi af úttektinni leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að eftirfarandi tillögur komi til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins

1) Kannað verði hvort hagræði sé í því að bjóða út rekstur eldhúss Hraunbúða. Stofnaður verði stýrihópur sem í sitja fulltrúi meirihluta og minnihluta, framkvæmdastjóri sviðsins og fagstjóri málefna eldri borgara sem veitir hópnum forstöðu og heldur utan um vinnuna. Stýrihópurinn muni síðan kalla aðra hlutaðeigandi að eftir þörfum. Hlutverk hópsins er m.a. að vega og meta kosti og galla við að fara í útboð á eldhúsinu og láta kostnaðarmeta skipulagsbreytingar eða aðrar hugmyndir og tillögur til rekstrarhagræðingar í eldhúsi. Hópurinn skal skila af sér niðurstöðum til ráðsins til frekari ákvarðanatöku, eigi síðar en í september.

2) Kallað er eftir samantekt frá fagstjóra málefna eldri borgara um þróun starfsemi þvottamála á Hraunbúðum, hugmyndum og tillögum til breytinga. Skal samantektin lögð fyrir ráðið til frekari ákvarðanatöku.
3) Bæjarstjóri óski eftir fundi við Heilbrigðisráðuneytið þar sem þrýst verður á stjórnvöld að endurskoða smæðarálag vegna sérstöðu Hraunbúða vegna staðsetningar ásamt því að þrýsta á að stjórnvöld borgi þá þjónustu sem Vestmannaeyjabær hefur greitt með Hraunbúðum til að viðhalda óskertu þjónustustigi en sú upphæð nemur mörg hundruð milljónum frá því að sveitarfélagið tók málaflokkinn yfir.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir(sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Liður 4, Úttekt á rekstri Hraunbúða var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 og 5-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 303 - 201904001F

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

7.

Fræðsluráð - 315 - 201904003F

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

 

 

8.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Njáll Ragnarsson.

Bókun:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af stöðu samgöngumála milli lands og Eyja.

Afhending nýs Herjólfs hefur dregist óhóflega og enn er ekki útséð um hvenær skipið kemur til Eyja. Bæjarstjórn hvetur Vegagerðina til þess að ljúka samningum við Pólsku skipasmíðastöðina sem allra fyrst og sigla nýju glæsilegu skipi til heimahafnar í Vestmannaeyjum.

Enn alvarlegri er staða dýpkunar í Landeyjahöfn. Opnun hafnarinnar er nú þegar orðin meira en mánuði seinni en í fyrra og enn er ekkert hægt að segja til um hvenær úr rætist. Því miður hafa öll þau varnaðarorð sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum höfðu uppi áður en samið var við nýjan dýpkunaraðila gengið eftir. Fyrir löngu var ljóst að verktakinn sem sinnir verkinu hefur ekki yfir að ráða þeim tækjakosti sem dugar til að opna höfnina innan viðunandi tímamarka þegar veður leyfir dýpkun. Á sama tíma og fyrirtæki í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa á sama tíma og verulega þrengir að undirstöðuatvinnugrein samfélagsins.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fer því framá við Vegagerðina að unnið verði minnisblað þar sem því verði lýst hvernig stofnunin hyggist koma í veg fyrir að þær aðstæður sem nú eru uppi muni endurtaka sig næsta haust. Ekki verður við það unað að höfnin lokist í eins langan tíma eins og raunin er nú. Samgönguyfirvöld í landinu verða að gera sér grein fyrir því hversu grafalvarlegt ástandið er og leita þarf allra leiða til að ráða bót á þessu ófremdarástandi þegar í stað.
Njáll Ragnarsson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
Elís Jónsson (sign)

 

 

Næsti fundur bæjarstjórnar er 9. maí n.k.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  19:45

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159