15.04.2019
Framkvæmda- og hafnarráð - 232
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 232. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
15. apríl 2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Friðþórsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dagskrá:
1. Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2018 - 201904147
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2018. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 474 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 154 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 208 millj.kr.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari umræðu í Bæjarstjórn Vestmannaeyja.
2. Líkanareikningur á dreifingu mengunarefna - 201904036
Fyrir liggur verkáætlun frá Vatnaskil ehf vegna líkareikninga á dreifingu mengunarefna frá hugsanlegri sorporkustöð í Vestmannaeyjum
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að taka tilboði Vatnaskila upp á 1,9 millj.króna í líkanareikninga.
3. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Fyrir liggja umsagnir vegna tillögu að matsáætlun fyrir fyrir móttöku-, brennslu- og orkunýtingarstöð í Vestmannaeyjum og drög að svörum við athugasemdum.
4. Eyjahraun 1 viðbygging 2017 – 201702053
Fyrir liggur verkfundagerð nr.10 frá 28.mars 2019
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
Að loknum fundi var farið í skoðunarferð á framkvæmdasvæði að Eyjahrauni 1
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15