07.05.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 304

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 304. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 7. maí 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Bryndís Gísladóttir varamaður, Esther Bergsdóttir varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
 
1. Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ - 201604099
Tekin fyrir að nýju drög að nýju deiliskipulagi af norðurhluta austurbæjar. Skipulagsfulltrúi fer yfir innsendar athugasemdir úr kynningar-og samráðsferli skipulagsins.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar íbúum fyrir áhuga á deiliskipulaginu. Ráðið felur skipulagsfulltrúa ásamt skipulagsráðgjöfum Alta ehf. að vinna úr athugasemdum og ábendingum sem bárust.
 
2. Bárustígur 11. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging. - 201901082
Sigurður Gíslason sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti austurhliðar, óskað er eftir að leyfi fyrir fjórum gluggum í veitingasal og inngangshurð að starfsmannarými. Að auki er sótt um leyfi fyrir 2m stækkun á lóð til austurs.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir útlitsbreytingar. Ráðið vísar umsókn um stækkun lóðar til skipulagsgerðar svæðis sem er í endurskoðun.
 
3. Ofanleitisvegur 2. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús - 201904089
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Agnes Ósk Þorsteinsdóttir og Ólafur Sölvi Eiríksson sækja um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
4. Gerðisbraut 3. Umsókn um lóð - 201904127
Birkir Ingason og Lísa Margrét Þorvaldsdóttir sækja um lóð nr. 3 við Gerðisbraut.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 7. nóv. 2019.
 
5. Hólagata 46. Umsókn um stækkun lóðar. - 201904103
Gústaf Kristjánsson sækir um stækkun lóðar til vesturs sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
 
6. Afmælisnefnd - Umhverfisátak 2019 - 201904091
Farið yfir svæði, lóðir og fasteignir þar sem úrbóta er talin þörf. Einnig liggur fyrir tillaga af bréfi til ábyrgðaraðila og almennt tilmælabréf til aðila í atvinnurekstri.
Lagðar fram dags. og verklag í komandi vorhreinsunarátaki.
 
Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasvið í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands að senda áskorun um úrbætur á eigendur þeirra fasteigna og lóða sem úrbóta er þörf. Þá skal senda almennt dreifibréf með tilmælum um snyrtilega umgengni sent til lóðarhafa í atvinnurekstri á hafnarsvæði, iðnaðarsvæði og miðbæjarsvæði.
Þann 23. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Félagasamtök og annarra hópa hafa verið afar duglegir til þess að taka þátt í deginum. Forsvarsmenn neðangreinda félaga/hópa eru beðnir um að hafa samband við félagsmenn sína og boða þátttöku félagsins til Umhverfis- og framkvæmdasviðs, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is
Dagskrá hreinsunardagsins verður auglýst síðar.
 
Tillaga
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að áfram verði haldið með átakið "einn poki af rusli" sem verið hefur í gangi sl. tvö ár.
 
Ráðið samþykkir tillöguna
 
7. Hásteinsvöllur. Umsókn um stöðuleyfi. - 201905066
Dóra Björk Gunnarsdóttir fh. ÍBV-Íþróttafélags sækir um stöðuleyfi fyrir gámum við Hásteinsvöll sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir stöðuleyfi gáma til 1 okt. 2019 sbr. umsókn.
 
8. Heiðartún 1. Umsókn um byggingarleyfi. - 201905067
Grétar Þór Sævaldsson sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
9. Míla. Umsókn um framkvæmdaleyfi. - 201905068
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja við Bröttugötu 2 og Vestmannaeyjabraut 42 sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159